Skipulags- og byggingarnefnd
Skipulags- og bygginganefnd
Fundur nr. 78
Fimmtudaginn 17 júlí 2014 var haldinn fundur í Skipulags- og bygginganefnd Kjósarhrepps. Fundurinn var haldinn kl 19:00 í Ásgarði. Viðstaddir voru: G.Oddur Víðisson, Maríanna H. Helgadóttir og Gunnar Leó Helgason ásamt skipulags- og byggingarfulltrúa Jóni Eiríki Guðmundssyni Fyrir hönd sveitarstjórnar situr fundinn Guðný G. Ívarsdóttir sem ritar fundargerð.
Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:
1. H.Pétur Jónsson fyrir hönd Leynislækjar ehf. Kt. 480509-1370 Þúfukoti Kjósarhreppi sækir um byggingaleyfi fyrir 74,3 m2 frístundahúsi á lóð nr. 6 við Brekkubraut / Hlíðar lnr. 213973. Húsið hefur ásýnd burstabæjar og er úr timbri með torfþaki.
Byggingaleyfisgjald: 101,772,-
Afgreiðsla:Jákvætt tekið í erindið. Málinu frestað.
2. Hafþór Bjarnason kt. 150457-3279 og Brynja Dadda Sverrisdóttir kt. 270662-3239 Baugakór 20 203 Kópavogi sækja um leyfi til að byggja 67,7 m2 frístundahús. Húsið er úr timbri og er á lóðinni nr.76 við Norðurnes í landi Möðruvalla.
Byggingaleyfisgjald: 104,968,-
Afgreiðsla: Samþykkt með fyrirvara um uppfærða afstöðumynd
3. Njáll Gunnlaugsson kt. 240767-5709 Nökkvavogi 18 104 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja 27,5 m2 frístundahús. Húsið er úr timbri á lóðinni nr. 4 við Brekkur í landi Möðruvalla.
Byggingaleyfisgjald: 93,500
Afgreiðsla: Samþykkt
4. Eyrún Huld Árnadóttir kt. 2301078-3139 Hraunteig 20 105 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja 32 m2 frístundahús.Húsið er úr timbri á lóðinni nr 15 í landi Þúfu.
Byggingaleyfisgjald: 93,500,-
Afgreiðsla: Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu
5. Sigrún Gísladóttir 060953-4659 Reyðarkvísl 25 110 Reykjavík sækir um leyfi fyrir 26 m2 stækkun á frístundahúsi. Viðbyggingin er úr timbri og er við Norðurnes nr. 17 í landi Möðruvalla.
Byggingaleyfisgjald: 58,230,-
Afgreiðsla: Samþykkt með fyrirvara um teikningu af undirstöðum og festingum
6. Mikael Torfason kt. 080874-3599 sækir um leyfi til að byggja 113,4 m2 frístundahús. Húsið sem er við Eyjatún 28 í landi Eyja 1 er byggt úr gámaeiningum á steyptum súluundirstöðum. Húsin hafa yfirbragð timburhúsa og eru klædd að utan með lóðréttri vatnsklæðningu.
Byggingaleyfisgjald: 119,820,-
Afgreiðsla: Frestað
7. Veiðifélag Brynjudalsár óskar eftir leyfi til að byggja veiðihús. Húsið er 83,7 m2 timburhús og stendur við Ingunnarstaðaveg og er í landi Þrándarstaða.
Þrándarstaðir er ríkisjörð og fyrir liggur yfirlýsing fjármála-og efnahagsráðuneytisins um að húsið sé úr kóta jarðarinnar.
Byggingaleyfisgjald: 113,616,-
Afgreiðsla: Samþykkt með fyrirvara um breytta skilgreiningu á notkun húsnæðis og fyrir liggi heimild frá þinglýstum landeiganda um framkvæmdina
8. Sigmar Jörgensson kt. 170545-2809 Álfheimum 11A 104 Reykjavík sækir um leyfi fyrir 14,7 m2 geymslu á lóðinni nr. 12 við Hjarðarholtsveg. Burðarvirki geymslunnar er stálgámur en sett verður á hann risþak og hann klæddur með láréttri timburklæðningu.
Byggingaleyfisgjald: 26,320,-
Afgreiðsla: Samþykkt
Fleiri mál lágu ekki fyrir og var fundi slitið kl 20:30 GGÍ
Undirskrift fundarmanna:
G. Oddur Víðisson Jón Eiríkur Guðmundsson
________________________________ ______________________________
Maríanna H. Helgadóttir Gunnar Leó Helgason
______________________________ _________________________________