Skipulags- og byggingarnefnd
Skipulags- og bygginganefnd
Fundur nr. 73
Laugardaginn 4 janúar 2014 var haldinn fundur í Skipulags- og bygginganefnd Kjósarhrepps. Fundurinn var haldinn í Ásgarðsskóla. Viðstaddir voru: Magnús Ingi Kristmannsson, Kristján Finnsson, G.Oddur Víðisson, ásamt skipulags- og byggingarfulltrúa Jóni Eiríki Guðmundssyni sem ritar fundargerð.
Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:
01. Tekin var fyrir að samkvæmt ósk og bókun hreppsnefndar dags. 12.12 2013 öðru sinni umsókn H.Péturs Jónssonar Þúfukoti þar sem að hann sækir um að sumarhúsinu Nýjakoti verði breytt í íbúðarhús. Umsókninni fylgja teikningar sem sýna breytt fyrirkomulag og herbergjaskipan.
Afgreiðsla: Ekki er hægt að að samþykkja umsóknina þar sem að fjöldi íbúðarhúsa er nú þegar orðin fimm hús sem er hámarksfjöldi samkvæmt aðalskipulagi Kjósarhrepps 2005-2017 bls. 36.
Fleiri mál lágu ekki fyrir og var fundi slitið.
Undirskrift fundarmanna:
G. Oddur Víðisson Jón Eiríkur Guðmundsson
________________________________ ______________________________
Kristján Finnsson Magnús Ingi Kristmannsson
______________________________ _________________________________