Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

456. fundur 30. nóvember 2013 kl. 10:01 - 10:01 Eldri-fundur

                       Skipulags- og bygginganefnd

                                     Fundur nr. 72

 

 

Laugardaginn 30 nóvember 2013 var haldinn fundur í Skipulags- og bygginganefnd Kjósarhrepps. Fundurinn var haldinn í Ásgarðsskóla. Viðstaddir voru:  Magnús Ingi Kristmannsson, Kristján Finnsson, Anna Björg Sveinsdóttir, ásamt skipulags- og byggingarfulltrúa Jóni Eiríki Guðmundssyni sem ritar fundargerð. Einnig sat að beiðni byggingafulltrúa Sigurður Guðmundsson lögmaður fundinn.

 

 

 

 

           Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:

 

1. Tinna Björk Halldórsdóttir kt. 120678-3619 og Leiknir Ágústsson kt. 161273-3929

Lækjarkinn 24 220 Hafnarfjörður 246,6 m2 sumarhús úr steinsteypu á lóð sinni nr. 7. við Sandseyri í landi Sands. Húsið verður tengt 45,8 m2 húsi sem nú þegar er á lóðinni.

Hönnuður er Ásmundur Jóhannsson frá Arko. Kt: 170441-4519

 

Byggingastjóri: Ágúst Hreggviðsson

Byggingaleyfisgjald: kr.  173,350,-

 

Frestað. Gera þarf nánari  grein fyrir tengingu eldri byggingar við fyrirhugaða byggingu.

 

 

2.Árni Bragason 290167-8599   sækir um leyfi til að byggja  38,3 m2 sumarhús úr timbri á lóð sinni nr. 18 við Stampa í landi Háls.

Hönnuður er Birkir Kúld Pétursson byggingafræðingur kt. 010884-3499

 

 Byggingastjóri:  Birkir Kúld Pétursson kt. 010884-3499

 

Byggingaleyfisgjald: kr.  91,000,-

 

Samþykkt

    Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.          

 

 

Önnur mál:

 

01.Tekin var til afgreiðslu deiliskipulagstillaga fyrir búgarð  í landi Möðruvalla.

Um er að ræða  2ja ha. lóð í sem heitir Hæðarskarð og er aðkomu frá þjóðvegi 461.

Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir að á lóðinni komi  íbúðarhús,gestahús  bílgeymsla og hesthús.

Höfundur skipulagstillögu er Arkó, Ásmundur Jóhannsson Kt: 170441-4519

 

Skipulagsnefnd leggur til að hreppsnefnd samþykki deiliskipulagstillöguna til auglýsingar

 

02. Tekin var fyrir umsókn H.Péturs Jónssonar Þúfukoti þar sem að hann sækir um að sumarhúsinu Nýjakoti verði breytt í íbúðarhús. Umsókninni fylgir teikningar sem sýna breytt fyrirkomulag og herbergjaskipan.

 

Skipulagsnefnd samþykkir umsóknina með þeim fyrirvara að Umhverfisráðuneyti veiti umsækjanda undanþágu frá skilyrðum um fjarlægðarmörk samkvæmt 4. mgr. 24. gr. reglugerðar nr. 941/2002 um hollustuhætti, sbr. lög nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir en samkvæmt 7. gr. l. nr. 7/1998 getur ráðherra, að fenginni umsögn heilbrigðisnefndar eða Umhverfisstofnunar veitt undanþágu frá reglum um framangreind fjarlægðarmörk.

 

 

 

Fleiri mál lágu ekki fyrir og var fundi slitið.

 

Undirskrift fundarmanna:    -

 

Anna Björg Sveinsdóttir                                            Jón Eiríkur Guðmundsson

 

 ________________________________           ______________________________

 

 

Kristján Finnsson                                             Magnús Ingi Kristmannsson

______________________________           _________________________________