Skipulags- og byggingarnefnd
Skipulags- og bygginganefnd
Fundur nr. 69
Miðvikudaginn 20 júní 2013 var haldinn fundur í Skipulags- og bygginganefnd Kjósarhrepps. Fundurinn var haldinn í Ásgarðsskóla. Viðstaddir voru: Magnús Ingi Kristmannsson, Kristján Finnsson, G. Oddur Víðisson formaður nefndarinnar ásamt Skipulags- og byggingarfulltrúa Jóni Eiríki Guðmundssyni sem ritar fundargerð.
Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:
Bygginganefnd:
1.Umsókn Jóns B. Björgvinssonar og Halldóru Oddsdóttur um leyfi til að endurbyggja frístundahús úr timbri á lóðinni nr. 18A við Flekkudalsveg í samræmi við framlagða teikningu Vinnustofunnar Lynghálsi 2, sem dagsett er í október 2011.
Samkvæmt skipulags- og byggingarskilmálum frístundabyggðar Eyjum 1, Kjósarhreppi, dags. 5. október 2006, útgáfa 02, er innan byggingareits frístundalóðar heimilt að reisa eitt fylgihús, sem þjóna má sem geymsla, svefnhýsi, gufubað og/eða garðhús. (Grein 4,2). Samkvæmt skipulags- og byggingarskilmálunum er hámarksstærð frístundahúsa 120 fm. að meðtöldu fylgihúsi. (Grein 4,3).
Á lóð umsækjenda standa eru nú þrjár byggingar, sumarhús auk bátaskýlis og svokallaðs teskýlis og er það í andstöðu við gildandi skipulags- og byggingarskilmála. Að óbreyttu er það einnig í andstöðu við gildandi skipulags- og byggingarskilmála að stærð bygginga á byggingareit frístundalóðarinnar verði að lokinni endurbyggingu um 127 fm.
Í bréfi er fylgir umsókn um byggingaleyfi er boðist til þess að gera svonefnt téskýli að opnu skýli, þannig að það teljist ekki aukabygging. Að teknu tilliti til þeirra fyrirhuguðu breytinga yrði stærð bygginga á byggingareit lóðarinnar að lokinni endurbyggingu um 111 fm.
Bygginganefnd tekur jákvætt í erindið og vísar í bókunina hér að ofan
2.Bjarni Friðrik Bjarnason kt. 0801544619 Hraunbæ 102a sækir um leyfi til að byggja 72,2 m2 sumarhús úr timbri á lóð sinni nr. 4 við Hamra í landi Meðalfells.
Húsið er byggt úr timbri á steyptum kjallara. Hönnuður er Halla Haraldsdóttir hjá Teiknivangi Kleppsmýrarvegi 8.
Byggingastjóri:
Byggingaleyfisgjald: kr. 146,394,-
Samþykkt með fyrirvara um að málið verði grenndarkynnt í samráði við byggingafulltrúa.
Hæðarafsetning hússins verði í samráði við byggingafulltrúa
3.Sigvaldi Ragnarsson kt. 0907417568 Þrúðuvangi 15 220 Hafnarfirði sækir um leyfi til að byggja 117,5 m2 sumarhús úr timbri á steyptum undirstöðum.
Hönnuður er Gísli Gunnarsson Kvarða Teiknistofu
Byggingastjóri:
Byggingaleyfisgjald: kr. 155,050,-
Samþykkt
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
4. Kristrún Sigurðardóttir kt.120653-2299 Hlíðarbyggð 45 210 Garðabæ sækir um leyfi til að byggja 40 m2 viðarskemmu úr timbri á lóðinni nr. 3 við Gildruholt í landi Möðruvalla. Hönnuður er Klöpp Arkitektar-Verkfræðingar ehf. Nethyl 2e.
Byggingastjóri: Símon Ólafsson kt. 271052-3169
Byggingaleyfisgjald: 91,000,-
Samþykkt
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
5. Guðmundur Helgi Svavarsson kt. 140162-4349 sækir um stöðuleyfi til 1 árs fyrir Trimo gámahús á lóð sinni nr. 18 við Hlíð. Gámahús verði notað sem vinnuaðstaða við húsbyggingu sem fyrirhugað er að byggja á lóðinni á næsta ári.
Afgreiðslugjald : 9,100,-
Samþykkt
Önnur Mál:
01.Kristján Oddsson Neðri Háls sækir um framkvæmdarleyfi vegna efnistöku.
Um er að ræða efnistöku á ca 1000 rúmmetrum af leir úr botni á eldri grifjum vegagerðarinnar, sem liggja norðan við svokallaðan Nesveg í Hálsnesi.
Samþykkt.
02. Lögð var fram deiliskipulagstillaga fyrir frístundabyggð á svæði merkt F17b á aðalskipulagi Kjósarhrepps 2005-2017 í landi Vindáss 2 og 3 við Vindáshlíð og tekur deiliskipulagstillagan mið af því. Skipulagssvæðið skiptist í tvo hluta: Annars vegar Hamrahlíð sem er 5,44 ha. þar sem gert er ráð fyrir fjórum frístundalóðum á samtals 2,72 ha. og 2,72 ha. fyrir sameiginlegt svæði. Hins vegar Birkihlíð þar sem gert er ráð fyrir þremur lóðum fyrir frístundahús á 1,27 ha. lands.
Heildarskipulagssvæðið er 6,71 ha.
Skipulagshönnuður er Björn Kristleifsson arkitekt
Lagt er til við sveitarstjórn að hún samþykki deiliskipulagstillöguna til auglýsingar.
03. Lögð var fram deiliskipulagstillaga fyrir frístundabyggð í landi Meðalfells á svæði merkt F10d á aðalskipulagi Kjósarhrepps 2005-2017. Um er að ræða 25,670 m2 spildu við vesturenda Meðalfells. Tillagan gerir ráð fyrir fimm lóðum fyrir frístundahús samtals 16,821 m2 þar af eru tvær þeirra þegar byggðar.
Skipulagshönnuður er Örn Þór Halldórsson arkitekt.
Lagt er til við sveitarstjórn að hún samþykki deiliskipulagstillöguna til auglýsingar
Gerður er fyrirvari um að hús á lóð nr. 2 er nær lóðarmörkum en sem nemur þeim 10 metrum sem skilgreindir eru í skilmálum.Óskað er eftir skriflegu samþykki lóðarhafa á lóð nr. 3.
04. Heimir Morthens og Þóra K. Sigursveinsdóttir óska eftir umsögn skipulagsnefndar um tillögu að deiliskipulagi. Tillagan gerir ráð fyrir uppbyggingu bændagistingu/ferðaþjónustu á rúmlega tveggja ha. lóð þeirra Hæðarskarði í landi Möðruvalla. Fyrirhugað er að byggja 9 smáhýsi auk íbúðar-og útihúsa.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið en bendir á að breyta þurfi aðalskipulagi.
Fleiri mál lágu ekki fyrir og var fundi slitið.
Undirskrift fundarmanna: -
G. Oddur Víðisson Jón Eiríkur Guðmundsson
________________________________ ______________________________
Kristján Finnsson Magnús Ingi Kristmannsson
______________________________ _________________________________