Skipulags- og byggingarnefnd
Skipulags- og bygginganefnd
Fundur nr. 66
Miðvikudaginn 30 janúar 2013 var haldinn fundur í Skipulags- og bygginganefnd Kjósarhrepps. Fundurinn var haldinn í Ásgarðsskóla. Viðstaddir voru: Magnús Ingi Kristmannsson, Kristján Finnsson, G. Oddur Víðisson formaður nefndarinnar ásamt Skipulags- og byggingarfulltrúa Jóni Eiríki Guðmundssyni sem ritar fundargerð.
Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:
Bygginganefnd:
1.Lárus Óskarsson kt. 041260-5219 Suðurgötu 63 220 Hafnarfirði sækir um leyfi til að byggja 77,6 m2 sumarhús á lóðinni Lækur lnr: 200754 úr landi Fells og Blönduholts. Húsið er úr timbri á steyptum þverveggjum. Fyrirliggjandi er umsögn Fornleifanefndar og Vegagerðarinnar sem ekki gera athugasemdir.
Byggingastjóri:
Byggingaleyfisgjald: kr. 103,078,-
Samþykkt
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
2.Helgi Jónson Felli sækir um leyfi til að byggja viðbyggingu við alifuglahúsin á jörðinni. Stækkunin er til suð-austurs og lengist núverandi húsnæði um 12,9 m. Viðbyggingar verða steinsteyptar og byggðar á sama hátt og úr sama efni og fyrirliggjandi byggingar. G. Oddur Víðisson víkur af fundi.
Byggingastjóri:
Byggingaleyfisgjald: kr. 91,000,-
Samþykkt
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Önnur mál:
01. Lagður var fram úrskurður úrskurðarnefndar- og auðlindamála vegna kæru Jóns B. Björgvinssonar á hendur bygginganefnd Kjósarhrepps vegna synjunar um að stækka sumarhús sitt við Flekkudalsveg nr. 18.
Undirskrift fundarmanna: -
G. Oddur Víðisson Jón Eiríkur Guðmundsson
________________________________ ______________________________
Kristján Finnsson Magnús Ingi Kristmannsson
______________________________ _________________________________