Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

420. fundur 02. október 2012 kl. 11:14 - 11:14 Eldri-fundur

                         Skipulags- og bygginganefnd

                                     Fundur nr. 63

 

 

Mánudaginn 1.október 2012 var haldinn fundur í Skipulags- og bygginganefnd Kjósarhrepps. Fundurinn var haldinn í Ásgarðsskóla. Viðstaddir voru:  Magnús Ingi Kristmannsson, Jón Ingi Magnússon, G. Oddur Víðisson formaður nefndarinnar  ásamt Skipulags- og byggingarfulltrúa Jóni Eiríki Guðmundssyni sem ritar fundargerð.

 

            Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:

Bygginganefnd:

1.Bjarni Torfason Klettási 4 210 Garðabæ leggur fram fyrirspurn  er varðar stækkun á sumarhúsi hans við Flekkudalsveg nr. 19. Stækkunin er fyrirhuguð á norðurenda hússins og er ca. 16 m2.og þannig hönnuð að hún falli vel að húsi sem fyrir er.

Jákvætt tekið í erindið.

2.Guðmundur H. Davíðsson óskar eftir afstöðu bygginganefndar um uppbyggingu á nýju hesthúsi í Miðdal, samanber teikningar arkitekts dags. 29.09. 2012.

G.Oddur Víðisson víkur af fundi.

Jákvætt tekið í erindið.

 

3. Sigurður Sigurgeirsson og Lóa Hjaltested fara fram á framlengingu á stöðuleyfi  vegna tveggja skólastofa á lóð þeirra Flekkudalur 1. Sótt er um að  stöðuleyfi verði framlengt ti 01.07 2013.

Bygginganefnd fer fram á að gert verði skriflegt samkomulag um verklok þ. 01.07 2013 milli byggingafulltrúa, lóðarhafa og byggingastjóra.

 

 Önnur mál:

01. Tekin var fyrir í skipulagsnefnd deiliskipulagstillaga að búgarðabyggð í landi Þúfukots . Skipulagsvæðið liggur sunnan við Hvalfjarðarveg nr. 47.

Tillagan gerir ráð fyrir 16 lóðum fyrir búgarða. Hver lóð er samkvæmt skipulagsuppdrætti  u.þ.b. 10,000 m2. Skipulagssvæðið er merkt B3 á aðalskipulagi Kjósarhrepps 2005 – 2017 og er þar gert ráð fyrir lóðum fyrir frístundabúskap. Skipulagssvæðið er 20,4 ha. og er nýtingarhlutfall samkv. skipulagsskilmálum  1,23 ha./ búgarð. Tillagan gerir ráð fyrir  að byggingamagn á búgarðalóðum verði allt að 800 m2.

Frestað. Samræmist ekki aðalskipulagi Kjósarhrepps 2005-2017.

 

Undirskrift fundarmanna:   

 

G. Oddur Víðisson                                            Jón Eiríkur Guðmundsson

 

 ________________________________           ______________________________

 

 

                                                                            Magnús Ingi Kristmannsson

Jón Ingi Magnússon

 

______________________________           _________________________________