Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

417. fundur 06. september 2012 kl. 17:02 - 17:02 Eldri-fundur

                         Skipulags- og bygginganefnd

                                     Fundur nr. 62

 

 

Fimmtudaginn 5. september 2012 var haldinn fundur í Skipulags- og bygginganefnd Kjósarhrepps. Fundurinn var haldinn í Ásgarðsskóla. Viðstaddir voru:  Magnús Ingi Kristmannsson, Kristján Finnsson, G. Oddur Víðisson formaður nefndarinnar  ásamt Skipulags- og byggingarfulltrúa Jóni Eiríki Guðmundssyni sem ritar fundargerð.

 

            Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:

 

Vegna forfalla á fundi  bygginga.- og skipulagsnefndar   þ. 2. 8. 2012  er fundargerð þess fundar  tekin upp aftur til afgreiðslu.

 

Bygginganefnd:

1. Þóranna Halldórsdóttir kt. 071053-7419 Jörundarholti 226, 300 Akranesi og Lárus Halldórsson kt. 120856-4059 Leirutanga 20, 370 Mosfellsbær sækja um leyfi til að byggja nýtt 96,6 m2 sumarhús úr timbri á lóð sinni nr. 2 við Miðbúð í landi Eyrar. Húsið er byggt í stað eldra húss sem var á lóðinni og hefur verið fjarlægt.

Erindinu var áður frestað á fundi bygginganefndar 4 júlí 2012. Lögð hefur verið fram ný afstöðumynd.

Samþykkt með fyrirvara um að afstöðumynd verði lagfærð

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

 

   Byggingastjóri:  Lárus Halldórsson kt. 120856-4059

   Byggingaleyfisgjald: kr.  111,074,-

 

2.Einar S. Arason  kt.030163-3979 og Margrét Björnsdóttir  Bjarnhólastíg 18 200 Kópavogur sækja  um leyfi til að byggja 77,6 m2 sumarhús á lóð sinni nr. 62. við Norðurnes í landi Möðruvalla. Húsið er úr timbri, hæð og ris.

Byggingastjóri:  Einar S. Arason  kt.030163-3979

Byggingaleyfisgjald: kr.  110,600,-

Frestað hæð samræmist ekki deiliskipulagi

3. Guðný Ívarsdóttir fyrir hönd Flekkudals ehf . leggur fram fyrirspurn vegna stækkunar á íbúðarhúsinu í Flekkudal. Stækkunin nemur um 76,4 m2

Jákvætt tekið í erindið

 

 

Önnur mál:

01. Tekin var fyrir í skipulagsnefnd drög að deiliskipulagi í landi Þúfukots . Tillagan gerir ráð fyrir 16 lóðum fyrir búgarða. Skipulagssvæðið er merkt B3 á aðalskipulagi Kjósarhrepps og er þar gert ráð fyrir lóðum fyrir frístundabúskap. Skipulagssvæðið er 26,4 ha. Og er nýtingarhlutfall samkv. skipulagsskilmálum  1,2 ha./ búgarð

Lagt fram til kynningar. Jákvætt tekið í erindið.

 

02. Tekin var fyrir í skipulagsnefnd lýsing á tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2005-2017- Skilgreining svæða fyrir frístundabyggð í landi Flekkudals.

Fyrirhugað er að breyta landnotkun í landi Flekkudals þ.e.a.s. landbúnaðarsvæði í svæði fyrir frístundabyggð. Um er að ræða svæði þrjú aðskilin svæði sunnan Meðalfellsvatns:

1) 2,62 ha. Svæði sem að fær tilvísunarnúmerið F4b á sveitarfélaggsuppdrætti. Á því svæði er gert ráð fyrir 5 frístundalóðum sem verða á bilinu 3200 m2 til 5100 m2 á stærð.

2)  6,17 ha. Svæði sem fær tilvísunarnúmerið F4c. Á því svæði er  gert ráð fyrir 11 frístundalóðum  sem verða á bilinu 3350 m2 – 10150 m2 að stærð

3)  1,96 ha.svæði sem fær  tilvísunarnúmer F4d. Á því svæði er gert ráð fyrir 4 frístundalóðum sem sem verða á bilinu 4750 m2 – 670 m2 að stærð.

Áætlað er að u.þ.b. fjórðungur skipulagssvæðisins verði nýttur fyrir vegstæði,útivist og veitulagnir.

Ennfremur verða skilgreindir nýir vegir (einkavegir utan þjóðvegakerfis). Reiðleið sem skilgreind er frá Flekkudalsbænum verður færð fjær Meðalfellsvatni.

Einnig var lögð fram umhverfisskýrsla sem fjallar um umhverfisáhrif fyrirhugaðrar skipulagsbreitingar.

Lagt til að erindið verði sent til umsagnar Skipulagsstofnunar

 

03. Lögð var fram til afgreiðslu Aðalskipulagsbreyting Kjósarhrepps 2005-2017 í landi Eyrar. Skipulagsbreytingin var samþykkt í Skipulagsnefnd Kjósarhrepps þ. 1.05. 2012 og staðfest af sveitarstjórn þ.15.05 2012. Skipulagsbreytingin var auglýst í Morgunblaðinu og Lögbirtingarblaðinu þ.18 júlí  og rann frestur til að skila inn athugasemdum út þ. 1 ágúst 2012. Breytingaruppdrættir lágu frammi í Ásgarðsskóla á auglýsingartímanum. Athugasemdir bárust frá íbúum Lækjarbrautar 1. þeim Maríönnu H. Helgadóttur og Guðmundi Páli Jakobssyni.

Í greinargerð Maríönnu H. Helgadóttur og Guðmundar Páls Jakobssonar til sveitarstjórnar eru ma. gerðar eftirfarandi athugasemdir / spurningar  við skipulagsbreytinguna:

a. Hvort að þéttleiki íbúðarbyggðar samkvæmt auglýstri breytingu muni raska ró búgarðabyggðar.

b. Hvort að vatnsból í fjallshlíð fyrir ofan skipulagssvæðið  anni aukinni vatnsþörf sem hlýst af fjölgun íbúðarlóða.

c. Bent var á skaðabótaskyldu til handa Kjósarhrepps gagnvart þeim sem eiga lóðir á svæðum B1 og B2 og eins þeirra sem að búa í frístundahúsum.

d. Hvort Kjósarhreppur hafi kannað til fullnustu hvort búgarðauppbygging hafi ekki verið með þeim hætti sem stefnt var að í aðalskipulagi Kjósarhrepps 2005-2017 og hvert raunverulegt framboð sé í slíkum lóðum.

Lögð var fram tillaga skipulagsfulltrúa að svörum við þeim athugasemdum sem bárust og var hún samþykkt

04.  Lögð var fram breyting á deiliskipulagi í landi Eyrar. Skipulagsbreytingin var samþykkt í Skipulagsnefnd Kjósarhrepps þ. 1.05. 2012 og staðfest af sveitarstjórn þ.15.05 2012. deiliskipulagsbreytingin var auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu í Morgunblaðinu og Lögbirtingarblaðinu þ.18 júlí  og rann frestur til að skila inn athugasemdum út þann 1. águst 2012.

Engar athugasemdir bárust vegna deiliskipulagsbreytingar.

Samþykkt.

 

 

 

 

Fundargerð bygginga-. og skipulagsnefndar þ. 05.09 2012

Bygginganefnd.

1 .Einar S. Arason  kt.030163-3979 og Margrét Björnsdóttir  Bjarnhólastíg 18 200 Kópavogur sækja  um leyfi til að byggja 77,6 m2 sumarhús á lóð sinni nr. 62. við Norðurnes í landi Möðruvalla. Húsið er úr timbri, hæð og ris.

Erindinu var áður frestað á fundi bygginganefndar  þ. 2 ágúst 2012

Byggingastjóri:  Einar S. Arason  kt.030163-3979

Byggingaleyfisgjald: kr.  110,600,-

 

Samþykkt

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

 

 

 

 

Önnur mál:

01. Tekin var fyrir í skipulagsnefnd deiliskipulagstillaga að búgarðabyggð í landi Þúfukots . Skipulagsvæðið liggur sunnan við Hvalfjarðarstrandarveg nr. 47.

Tillagan gerir ráð fyrir 16 lóðum fyrir búgarða. Hver lóð er samkvæmt skipulagsuppdrætti  10,000 m2. Skipulagssvæðið er merkt B3 á aðalskipulagi Kjósarhrepps 2005 – 2017 og er þar gert ráð fyrir lóðum fyrir frístundabúskap. Skipulagssvæðið er 26,4 ha. og er nýtingarhlutfall samkv. skipulagsskilmálum  1,65 ha./ búgarð.

Frestað. Uppfæra þarf skilmála og skipulagsgögn

02. Tekið var fyrir í skipulagsnefnd ósk Sigurðar Guðmundssonar landeiganda á Möðruvöllum um breytingu á deiliskipulagsskilmálum fyrir frístundabyggð í landi Möðruvalla efra svæði . Breytingin felur í sér að hámarkshæð húsa sem samkvæmt skilmálum var 5 metrar verður nú 6 metrar.

 

Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu.

 

03. Lögð var fram tillaga um verklagsreglur um afgreiðslu umsókna þar sem fyrirhugaðar eru nýbyggingar á svæði þar sem ekki liggur fyrir samþykkt deiliskipulag:

Málið kynnt fyrir skipulagsnefnd skipulagsfulltrúa falið vinna tillöguna áfram.

 

04. Lagður  var fram  afstöðuuppdráttur  af tveimur nýjum lóðum sunnan Laxárvogs í landi Blönduholts og Holts vegna fyrirhugaðra bygginga tveggja íbúðar.- og fylgihúsa.

Samþykkt.

 

05. Lögð var fram tillaga þess efnis að fundir bygginga.-og skipulagsnefndar verði hér eftir haldnir fyrsta miðvikudag hvers mánaðar kl. 20.00

Frestur til að skila inn erindi fyrir fundi nefndanna rennur út síðasta fimmtudag fyrir fund kl. 18.00

Samþykkt.

 

06.Tekin var til afgreiðslu tillaga að breytingu á Svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 vegna byggðasvæðis 5 dags 7. Nóvember 2011 breytt í apríl 2012. Einnig lögð fram greinargerð og umhverfisskýrsla dags. 1 apríl 2012.

 

Skipulagsnefnd hafnar fyrirhuguðum breytingum og gerir eftirfarandi athugasemdir:

 

1.Fyrir liggur að lóðarhafi umræddra lóða LSH við Hringbraut er íslenska ríkið. Skipulagsnefnd hefur ekki verið kynnt áform lóðarhafa um framkvæmdatíma fyrirhugaðra bygginga nema að takmörkuðu leyti. Það verður að teljast óviðunandi að ráðist sé í aukningu á byggingamagni á umræddum lóðum, þegar um er að ræða svo stórt svæði í miðborg,  þegar einungis er kynnt fyrir almenning uppbygging til nánustu framtíðar á litlum hluta umræddra lóða. Þetta leiðir óhjákvæmilega til þess að stór svæði verða ekki nýtt til uppbyggingar til langs tíma. Skipulagstillagan verður því að teljast í ósamræmi við áform skipulagsyfirvalda í Reykjavík um töluverða þéttingu byggðar vestan Snorrabrautar, samanber tillögur um breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur sem kynnt var almenningi fyrr á árinu . Því verða  markmið Reykjavíkur um þéttingu byggðar á miðborgarsvæðinu að teljast frekar óljós.

 

2.Lóðarhafi lét gera og lagði fram árið 2007, opinberlega „Menningarstefnu  í mannvirkjagerð“. Þar segir m.a.

“Áhersla skal lögð á heildarmynd og mælikvarða þegar byggt er í og við eldri byggð. Til að tryggja heildrænt og sögulegt yfirbragð húsa, götumynda og byggðamynsturs er nauðsynlegt að stjórnvöld framfylgi skýrri stefnu þar um”

Skipulagsnefnd telur að framlögð tillaga um breytingu á skipulagi standist ekki Menningarstefnu hins opinbera í mannvirkjagerð.

 

07. Lögð var fram fyrirspurn Sigurðar Sigurgeirssonar vegna framkvæmda á lóðinni Flekkudalur 1. Fer Sigurður fram á að stöðuleyfi sem rann út 16 júlí 2012 verði framlengt  fram að vori 2013.

 

Frestað.

 

 

 

Undirskrift fundarmanna:   

 

 

                                                                            Jón Eiríkur Guðmundsson

 

                                                                            ______________________________

 

G. Oddur Víðisson

                                                                            Magnús Ingi Kristmannsson

 

______________________________           _________________________________        

                                           

 

 

Kristján Finnsson

 

__________________________________________