Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

406. fundur 14. maí 2012 kl. 14:07 - 14:07 Eldri-fundur

                      Skipulags og bygginganefnd

                                     Fundur nr. 59

 

 

Fimmtudaginn 1. maí 2012 var haldinn fundur í Skipulags- og bygginganefnd Kjósarhrepps. Fundurinn var haldin í Ásgarðsskóla. Viðstaddir voru:  Pétur Blöndal Gíslason, Magnús Ingi Kristmannsson,Kristján Finnsson, G. Oddur Víðisson formaður nefndarinnar  ásamt Skipulags- og byggingarfulltrúa Jóni Eiríki Guðmundssyni.

 

            Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:

 

Bygginganefnd:

1. Lögð var fram fyrirspurn frá Guðmundi Halldórssyni byggingastjóra Eyjatúni 6 þar sem farið er fram á að umsögn bygginganefndar  hvort leyft yrði að klæða útveggi hússins með flísum eins og fram kemur á framlagðri teikningu.

Ekki er gerð athugasemd við erindið

Önnur mál:

Tekin var fyrir skipulagsnefnd Kjósarhrepps bréf frá Reykjavíkurborg þar sem kynnt er tillaga að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur og samhljóða svæðisskipulagstillögu vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á Landsspítala –Háskólasjúkrahús.Ennfremur var kynnt fyrirhuguð niðurfelling á Holtsgöngum.

Bókun Skipulagsnefndar:

 

 

Skipulags – og bygginganefnd Kjósarhrepps telur ýmsa ágalla vera á tillögu Reykjavíkurborgar að breytingu á Svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðisins samanber gögn sem lögð eru fyrir nefndina.

Nefndin telur nauðsynlegt að farið verði í  heildar endurskoðun á Svæðisskipulaginu áður en ákvörðun um framlagðar breytingar verða teknar. Jafnframt telur nefndin að ekki séu lagðar fram nógu sannfærandi skýringar á áhrif aukins byggingamagns á umhverfi svæðisins m.t.t. umferðar, aðliggjandi byggðar og þeirrar starfsemi sem fyrirhugað er að auka  þ.e. sjúkrahússstarfsemi.

Nefndin getur því ekki fallist áofangreind áform um breytingu á Svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðisins..

 

 

 Undirskrift fundarmanna:    

 

 

Kristján Finnsson                                             Jón Eiríkur Guðmundsson

 

_______________________________              ______________________________

 

Pétur Blöndal Gíslason                            

                                                                            Magnús Ingi Kristmannsson

 

______________________________           _________________________________