Skipulags- og byggingarnefnd
Fimmtudaginn 15. mars 2012 var haldinn fundur í Skipulags- og bygginganefnd Kjósarhrepps. Fundurinn var haldin í Ásgarðsskóla. Viðstaddir voru: Pétur Blöndal Gíslason, Magnús Ingi Kristmannsson,Kristján Finnsson, Eva Mjöll Þorfinnsdóttir,
G. Oddur Víðisson formaður nefndarinnar ásamt Skipulags- og byggingarfulltrúa Jóni Eiríki Guðmundssyni.
Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:
Bygginganefnd:
1. Örn Jóhannsson kt. 030749-6859 Ólafsgeisla 14 113 Reykjavík sækir um leyfi til að stækka sumarhús sitt við Meðalfellsveg nr. 3. Viðbygging er úr timbri á steyptum sökkli og nemur stækkunin 48,6 m2. Lnr.126176
Till. Samþykkt með fyrirvara um skriflegt samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða við Meðalfellsveg nr. 3a og ábúanda á Meðalfelli.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Byggingastjóri:
Byggingaleyfisgjald: kr. 84,688,-
2. Stefanie Scheidgen kt. 291172-2379 Mosarima 13, 112 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja 32 m2 sumarhús úr timbri á lóð sinni nr. 35 við Hjarðarholtsveg
Lnr. 209359.
Byggingastjóri:
Byggingaleyfisgjald: kr. 79,000,-
Till. Samþykkt
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
3. Dyrhvammur ehf. kt. 681108-1730 Fífuvellir 2 221 Hafnarfjörður sækir um leyfi til að byggja 25,5 m2 sumarhús úr timbri á lóðinni nr. 34 við Norðurnes.
Byggingastjóri: Ásmundur Vermundsson 150750-3269
Byggingaleyfisgjald: kr. 79,000,-
Till. Samþykkt
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
4. Þorlákur Hilmar Mortens kt. 031053-5799 Haðarstígur 18 101 Reykjavík sækir um leyfi til að stækka vinnustofu sína á lóðinni nr. 7a við Árbraut lnr. í landi Grjóteyrar.
Stækkunin er úr timbri og nemur 44,3 m2.
Till: Frestað. Málið verði grenndarkynnt.
Önnur Mál:
1.1. Kynnt var fyrir bygginganefnd kæra frá Úrskurðarnefnd umhverfis og
auðlindamála undirrituð af Ómari Stefánssyni og Ingibjörgu Ingvarsdóttir hdl.
varðandi kæru vegna afgreiðslu nefndarinnar á byggingaleyfisumsókn Jóns
Björgvinssonar á Flekkudalsvegar 18A.
Byggingarfulltrúi svarar kæru Úrskurðarnefndar.
1.2. Lagt var fram bréf frá Sigurbirni Hjaltasyni þar sem hann gerir nánari grein fyrir
framkvæmdum á varnargarði og flotbryggju í Bátavík í landi Eyrarkots. Erindið
var samþykkt á fundi bygginga.-og skipulagsnefndar 31 janúar 2012.
Skipulagnefnd gerir enga athugasemd.
1.3 Tekin var til endanlegrar afgreiðslu lýsing á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Kjósarhrepps 2005-2017. Lýsingarferlið hefur verið með eftirfarandi hætti í helstu atriðum í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 36. gr. s.l.
Lýsingin var tekin fyrir í sveitarstjórn 18 júlí 2011.
Í október 2011 var Skipulagsstofnun send lýsingargögn vegna aðalskipulagsbreytingar til umsagnar.
Svar barst frá Skipulagsstofnun í nóvember 2011 og voru gerðar óverulegar athugasemdir við lýsinguna og var brugðist við þeim áður en lýsingin var kynnt.
Í desember 2011 var óskað eftir samþykki hreppsnefndar á breyttri lýsingu eftir ábendingum frá Skipulagsstofnun. Hreppsnefnd samþykkti breytta lýsingu.
Þann 8 desember 2011 var lýsingin send til umsagnar til eftirfarandi aðila:
Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins, Fornleifanefnd ríkisins, Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis, Hvalfjarðarstrandarhreppur, Reykjavíkurborg, Umhverfisstofnun, Veðurstofa Íslands og Vegagerð ríkisins.
Umsagnir fyrrgreindra aðila höfðu ekki áhrif á tillögu breytingar alalskipulags.
Lýsingin var auglýst í morgunblaðinu í janúar 2012 og jafnframt sent dreifibréf á íbúa Kjósarhrepps þar sem þeim var boðið að kynna sér lýsingargögnin á heimasíðu Kjósarhrepps og á skrifstofu hreppsins að Ásgarði. Frestur til að skila ábendingum til hreppsins var til 16 febrúar 2012.
Ábendingar bárust frá tveimur íbúum þeim Maríönnu H. Helgadóttur og Guðmundi P. Jakobssyni Lækjarbraut 1.
Sveitarstjórn mun skoða ábendingar þeirra og verður þeim svarað efnislega að auglýsingatíma aðalskipulagsbreytingar loknum.
Skipulagsnefnd leggur til við hreppsnefnd að hún samþykki afgreiðslu skipulagsnefndar á lýsingu á aðalskipulagsbreytingu Kjósarhrepps 2005-2017 í landi Eyrar.
1.4. Lögð er fram Aðalskipulagsbreyting sbr.36.gr.skipulagslaga nr. 123/2010 Breytingin felur í sér að hluta svæðisins fyrir frístundabyggð F23 verði breytt í íbúðabyggð. Íbúðasvæðið er áætlað 4,6 ha að stærð og er gert ráð fyrir að skipuleggja þar um 15 íbúðalóðir með 15 íbúðum.Svæðið er í landi Eyrar.
Skipulagsnefnd leggur til við hreppsnefnd að tillagan verði kynnt sbr.2mgr.skipulagslaga nr.123/210
1.5.Tekin er fyrir breyting á deiliskipulagi á Eyri sem varðar sjö lóðir við götuna Miðbúð í eystri hluta skipulagssvæðisins. Lóðir númer 1, 2, 3, 4, 5, 6, og 7 munu eftir breytingu vera skilgreindar sem íbúðalóðir í stað frístundalóða í deiliskipulagi.Sömu skipulagsskilmálar munu gilda fyrir mannvirki á íbúðarlóðum og eru fyrir frístundalóðir. Breyting á deiliskipulagi þessu er ekki í samræmi við aðalskipulag Kjósarhrepps 2005-2017 og því er lagt til að alskipulagsbreyting sé auglýst samhliða deiliskipulagsbreytingu.
Lagt er til við hreppsnefnd að hún samþykki deiliskipulagsbreytinguna og auglýsi hana samhliða aðalskipulagsbreytingu sbr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Undirskrift fundarmanna:
Kristján Finnsson Jón Eiríkur Guðmundsson
_______________________________ ______________________________
Eva Mjöll Þorfinnsdóttir Magnús Ingi Kristmannsson
________________________________ ______________________________
Pétur Blöndal Gíslason
_________________________________