Skipulags- og byggingarnefnd
Miðvikudaginn 16. nóvember 2011 var haldinn fundur í Skipulags- og bygginganefnd Kjósarhrepps. Fundurinn var haldin í Ásgarðsskóla. Viðstaddir voru: G. Oddur Víðisson formaður, Kristján Finnsson, Pétur Blöndal Gíslason, Eva Mjöll Þorfinnsdóttir, ritari, ásamt Skipulags- og byggingarfulltrúa Jóni Eiríki Guðmundssyni.
Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:
Bygginganefnd:
1. Karl Gunnarsson kt. 200560-5669, Háagerði 67 108 Reykjavík og Jón Gunnarsson kt. 070235-4559, Lauganesvegi 87 105 Reykjavík sækja öðru sinni um leyfi til að flytja 37 m2 sumarhús á lóð sína nr. 23 við Flekkualsveg í landi Eyja 1. Lnr: 125968. Lögð er fram greinargerð og ný afstöðumynd.
Byggingastjóri:
Byggingaleyfisgjald: kr. 79,000,-
Bygginganefnd samþykkir erindið. Veitt er undanþága á grundvelli þess að um endurbyggingu gamals húss sé að ræða og fyrirhuguð bygging sé lengra frá Sandsá en fyrri bygging.
2. Sigurður Sigurgeirsson kt. 101058-7949 og Lóa Hjaltested kt.020858-2069
Karfavogi 103 104 Reykjavík sækja um stöðuleyfi fyrir tvær skólastofur á lóð sinni
Flekkudalur nr. 1.Ráðgert er að byggingarnar verði hluti af fyrirhuguðu
frístundahúsi. Sótt er um stöðuleyfi til 16. júlí 2012.
Afgreiðslugjald kr. 7,900,-
Samþykkt með fyrirvara um foktryggingu og að gengið verði frá skólastofunum í samráði við byggingarfulltrúa.
3. Jón Björgvinsson og Halldóra Oddsdóttir Hólabraut 17 220 Hafnarfjörður, leggja fram fyrirspurn um endurbyggingu á sumarhúsi sínu við Flekkudalsveg nr. 18A.
Lögð er fram teikning sem sýnir fyrirhugaða endurbyggingu hússins og hvort það samræmist gr. 4.4 í gildandi deiliskipulagi.
Afgreiðslugjald kr. 7,900,-
Hafnað. Samræmist ekki deilisskipulagi.
Önnur Mál:
1.1. Tekin var fyrir skipulagsnefnd deiliskipulagstillaga fyrir íbúðarhúsalóð í landi Möðruvalla. Tillagan gerir ráð fyrir 2,09 ha. lóð fyrir íbúðarhús og frístundabúskap. Lóðin hefur fengið nafnið Hæðarskarð.
Frestað. Gera þarf nánari grein fyrir staðsetningu lóðarinnar og hvort hún samræmist landnotkun miðað við aðalskipulag Kjósarhrepps.
Afgreiðslugjald kr. 7,900,-
1.2. Tekin var fyrir skipulagsnefnd deiliskipulagstillaga fyrir frístundabyggð í landi Möðruvalla .Skipulagssvæðið nefnist Möðruvellir 1 Lækur. Tillagan gerir ráð fyrir
sjö ca. 0,7 ha. lóðum fyrir frístundahús.
Frestað.Vantar heildarstærð skipulagssvæðis, vegi innan skipulagssvæðis, gera grein fyrir bílastæðum og nánari bygginga.- og skipulagsskilmálum.
Afgreiðslugjald kr. 7,900,-
Undirskrift fundarmanna:
G. Oddur Víðisson Jón Eiríkur Guðmundsson
_____________________________ ____________________________
Kristján Finnsson Eva Mjöll Þorfinnsdóttir
________________________________ ______________________________
Pétur Blöndal Gíslason