Skipulags- og byggingarnefnd
Skipulags og bygginganefnd
Fundur nr. 52
Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:
Bygginganefnd:
1. Gabriele Falko kt. 190373-2589 Neðri Hálsi Kjósarhreppi sækir um leyfi til að byggja 104,8 m2 sumarhús ásamt 6,1 m2 geymslu á lóð sinni nr. 2 í landi Flekkudals. Lnr: 219789
Byggingastjóri: Runólfur Bjarnason
Byggingaleyfisgjald: kr. 110,047,-
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
2. Estíva J. Einarsdóttir kt. 270462-4729 Skógarbraut 929 235 Reykjanesbæ sækir um leyfi til að byggja 24 m2 viðbyggingu við sumarhús sitt nr. 31 við Hlíð í landi Meðalfells. Lnr:126265
Byggingastjóri:
Byggingaleyfisgjald: kr. 45,820,-
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
3. Jens Hilmarsson kt. 290648-3439 Flókagötu 21 105 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja 17,2 m2 viðbyggingu við sumarhús sitt á lóðinni nr. 2 við Flekkudalsveg í landi Eyja 1.
Byggingastjóri: Sverrir Tryggvason
Byggingaleyfisgjald: kr. 35,076,-
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
4. Magnús Guðbjartsson kt.020473-4799 Kjósarhreppi sækir um leyfi til að stækka neðri hæð um 41 m2 á sumarhúsi sínu á lóðinni nr. 2A við Hlíð í landi Meðalfells. Ennfremur er sótt um að byggja 84 m2 geymslu og gestahús á lóðinni. Geymsla /Gestahús verði byggt úr tveimur 12 metra stálgámum, klæddir að utan með grind og einangrun.Steypt botnplata. Byggingin verði klædd láréttu bárujárni
Frestað.
Byggingastjóri:
Byggingaleyfisgjald: kr. 197,500,-,-
5.Júlíana Sigurrósardóttir kt.160559-5869 Laufengi 16 112 Reykjavík leggur fram breytingarteikningar af sumarhúsi sínu á lóð nr. 8 við Eyjatún í landi Eyja 1.
Lnr: 211585. Húsið var áður samþykkt á fundi bygginganefndar 15 ágúst 2011.
Byggingastjóri: Guðmundur Halldórsson kt. 090660-4229
Afgreiðslugjald : kr. 7,900,-
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Fleiri mál lágu ekki fyrir fundi og var honum slitið.
Undirskrift fundarmanna:
G. Oddur Víðisson Jón Eiríkur Guðmundsson
_____________________________ ____________________________
Kristján Finnsson
_______________________________ ________________________________
Pétur Blöndal Gíslason Magnús I. Kristmannsson
_________________________________ _______________________________