Skipulags- og byggingarnefnd
Mánudaginn 15 ágúst 2011 var haldinn fundur í Skipulags- og bygginganefnd Kjósarhrepps. Fundurinn var haldin í Ásgarðsskóla. Viðstaddir voru: Jón Ingi Magnússon, Magnús I. Kristmannsson, Pétur Blöndal Gíslason ásamt Skipulags- og byggingarfulltrúa Jóni Eiríki Guðmundssyni.
Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:
Bygginganefnd:
1. Jón Bjarnason kt. 270875-5649 Mosabarði 16 220 Hafnarfirði sækir um öðru sinni leyfi til að byggja 80 m2 frístundahús úr timbri á lóð sinni nr. 74 við Norðurnes í landi Möðruvalla. Lnr: 217116. Lögð er fram ný afstöðumynd.
Byggingastjóri:
Byggingaleyfisgjald: 99.540,-
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
2. Gabriele Falko kt. 190373-2589 Neðri Hálsi Kjósarhreppi sækir um leyfi til að byggja 104,8 m2 íbúðarhús ásamt 6,1 m2 geymslu á lóð sinni nr. 2 í landi Flekkudals. Lnr: 219789
Byggingastjóri: Runólfur Bjarnason
Byggingaleyfisgjald: 110,047,-
Frestað. Samþykki vegagerðarinnar um vegtengingu liggur ekki fyrir.
3. Stefán Sandholt kt. 170247-3619 Skriðuseli 9 109 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja 72,1 m2 sumarhús úr timbri á lóð sinni í landi Vindásshlíðar merkt F17b á aðalskipulagi. Lnr: 173080
Byggingastjóri:
Byggingaleyfisgjald: 82,349,-
Samþykkt með fyrirvara um að fullnægjandi lóðarblöð liggi fyrir.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
4.Júlíana Sigurrósardóttir kt.160559-5869 Laufengi 16 112 Reykjavík sækir um leyfi
til að byggja 63,8 m2 sumarhús og 20,1 m2 gestahús á lóð sinni nr. 8 við Eyjatún í
landi Eyja 1.Lnr: 211585. Byggingarnar eru úr timbri.
Byggingastjóri: Guðmundur Halldórsson kt. 090660-4229
Byggingaleyfisgjald: 106,492,-
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Bent er á að mikið veðurálag getur orðið á austurhlið.
Fleiri mál lágu ekki fyrir fundi og var honum slitið.
Undirskrift fundarmanna:
Jón Ingi Magnússon Jón Eiríkur Guðmundsson
Kristján Finnsson
Pétur Blöndal Gíslason Magnús I. Kristmannsson