Skipulags- og byggingarnefnd
Skipulags og bygginganefnd
Fundur nr. 51
Mánudaginn 04. júlí 2011 var haldinn fundur í Skipulags- og bygginganefnd Kjósarhrepps. Fundurinn var haldin í Ásgarðsskóla. Viðstaddir voru: G. Oddur Víðisson, formaður bygginga- og skipulagsnefndar, Eva Mjöll Þorfinnsdóttir, ritari, Kristján Finnsson, Magnús I. Kristmannsson, Pétur Blöndal Gíslason ásamt Skipulags- og byggingarfulltrúa Jóni Eiríki Guðmundssyni.
Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:
Bygginganefnd:
1. Jón Bjarnason kt. 270875-5649 Mosabarði 16 220 Hafnarfirði sækir um leyfi til að byggja 80 m2 frístundahús úr timbri á lóð sinni nr. 74 við Norðurnes í landi Möðruvalla.
Byggingastjóri:
Byggingaleyfisgjald: 97,012,-
Frestað. Húsið verði innan lóðarmarka.
2. Jón B. Björgvinsson kt. 140149-4389 Hólabraut 17 220 Hafnarfirði sækir um leyfi til að endurbyggja og stækka sumarhús sitt við Flekkudalsveg nr. 18a við Meðalfellsvatn.
Byggingastjóri:
Byggingaleyfisgjald:
Frestað. Gera þarf grein fyrir öllum byggingum á lóðinni og heildarstærð þeirra.
3. Sigurður Björnsson kt. 240575-4699 sækir um leyfi til að byggja 80 m2 frístundahús úr timbri á lóð sinni nr. 15 við Hlíð í landi Meðalfells
Byggingastjóri:
Byggingaleyfisgjald: 97,960
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Önnur mál:
1.1 Lagt var fram erindi frá Jóhannesi Guðmundssyni vegna Dælisárvegar 16.
Leitað er eftir umsögn Bygginga og skipulagsnefndar hvort mögulegt sé að breyta landnotkun úr frístundalóð í íbúðarhúsalóð og hvort skipulagsbreytingin falli undir þær verklagsreglur sem samþykktar voru í hreppsnefnd þ. 12.05 2011
Samræmist ekki verklagsreglum . Ekki mælt með þessari breytingu.
1.2Sigurður I Sigurgeirsson og Lóa S Hjaltested, eigendur spildunnar sem kölluð er Flekkudalur 1 sækja um að staðsetning byggingareits verði með þeim hætti sem kemur fram á uppdrætti. Ennfremur er sótt um veitt verði leyfi til að hefja framkvæmdir við jarðvinnu á lóðinni.
Byggingareitur verði staðsettur í samráði við byggingafulltrúa. Ekki er samþykkt að veita framkvæmdarleyfi fyrr en teikningar af fyrirhuguðu mannvirki hafa verið lagðar fram.
1.3 Sigurbjörn Hjaltason kt. 100658-5429 sækir um framkvæmdarleyfi vegna lagfæringa á veiðistöðum í Kiðafellsá. Um er að ræða að grafið sé uppúr hyljum og eftir atvikum hagrætt grjóti eða nýtt flutt að. Með umsókninni fylgja umsagnir Fiskistofu og Veiðimálastofnunar.
Mælt er með veitingu framkvæmdarleyfis
1.4 Lögð var fram lýsing á tillögu um breytingu á aðalskipulagi Kjósarhrepps sbr. 30 gr.skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér tvær breytingar í greinargerð aðalskipulagsins er varða stefnumörkun íbúðarsvæðis og þéttbýlis.
Lagt er til að lýsingin verði send til umsagnar Skipulagsstofnunar.
1.5 Lögð var fram lýsing á tillögu um breytingu á aðalskipulagi Kjósarhrepps sbr. 30 gr.skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér að lóðirnar nr. 5 og 7 við Miðbúð úr landi Eyrar verði í stað frístundalóða skilgreindar sem íbúðarhúsalóðir.
Lagt er til að lýsingin verði send til umsagnar Skipulagsstofnunar.
1.6 Lögð var fram lýsing á tillögu um breytingu á aðalskipulagi Kjósarhrepps sbr. 30 gr.skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér að fyrirhugað er að breyta landnotkun 3,1 ha.landbúnaðarsvæðis í frístundabyggð og 0,5 ha í íbúðarlóð.
Þá er fyrirhugað að breyta skilgreiningu 724 m göngu- og reiðleiðar sem liggur frá bænum Flekkudal að fyrirhugaðri frístundabyggð og íbúðarlóð. Leiðin verður skilgreind sem einkavegur
Lagt er til að lýsingin verði send til umsagnar Skipulagsstofnunar.
Fleiri mál lágu ekki fyrir fundi og var honum slitið.
Undirskrift fundarmanna:
G. Oddur Víðisson Jón Eiríkur Guðmundsson
____________________________ ____________________________
Eva Mjöll Þorfinnsdóttir Kristján Finnsson
_______________________________ _______________________________
Pétur Blöndal Gíslason Magnús I. Kristmannsson
______________________________ _________________________________