Skipulags- og byggingarnefnd
Mánudaginn 06. júní 2011 var haldinn fundur í Skipulags- og bygginganefnd Kjósarhrepps. Fundurinn var haldin í Ásgarðsskóla. Viðstaddir voru: G. Oddur Víðisson, formaður bygginga- og skipulagsnefndar, Eva Mjöll Þorfinnsdóttir, ritari, Kristján Finnsson ásamt Skipulags-og byggingarfulltrúa Jóni Eiríki Guðmundssyni.
Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:
Bygginganefnd:
1. Erla Jónsdóttir kt 200450-5049 Unufelli 13, 111 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja 68,5 m2 viðbyggingu úr timbri við sumarhús sitt á lóðinni nr. 17 í landi Hvamms. Erindið var áður tekið fyrir á fundi nefndarinnar þ.02.05 2011.
Byggingastjóri: Andrés Gíslason
Byggingaleyfisgjald: 116,815,-
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
2. Guðbjörg R. Jóhannesdóttir kt. 020180-3749 Sóltúni. 250 Garði sækir um
leyfi til að byggja 119 m2 sumarhús úr timbri á lóð sinni nr. 16-17 við
Dælisárveg
í landi Meðalfells.
Byggingastjóri: Gísli Kjartansson kt. 211160-4549
Byggingaleyfisgjald: 111,785,-
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
3. Sigríður Jónsdóttir kt. 121251-3779 Efstasundi 81 104 Reykjavík leggur fram og óskar eftir samþykki reyndarteikninga af sumarhúsi sínu við Árbraut nr. 9.
Ennfremur er sótt um leyfi fyrir 14,7 m2 geymslu á lóðinni úr stáli og timbri.
Byggingastjóri:
Byggingaleyfisgjald: 39,026,-
Samþykkt með fyrirvara um að geymslan verði klædd í samræmi við önnur hús á lóð.
4. Einar Gunnarsson fyrir hönd Skógræktarfélag Íslands Skúlatúni 6 sækir um leyfi fyrir 103 m2 móttökuskýli úr timbri í landi skógræktarfélagsins í Brynjudal.
Samþykkt
Byggingastjóri:
Byggingaleyfisgjald: 79,000-
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
5. Kynnt var fyrir bygginganefnd fyrirhugaðar framkvæmdir við Félagsgarð.
Hugmyndir ræddar, mælt með að unnið verði að frekari útfærslum.
6. Lögð var fram fyrirspurn varðandi byggingu sumarhúss á lóð merkt F17B í eigu Stefáns Sandholts.
Jákvætt tekið í erindið.
7. Guðmundur Guðlaugsson óskar nú eftir að Skipulags- og byggingarnefnd Kjósarhrepps endurskoði afstöðu sína til umsóknar hans frá í júlí 2010 um leyfi til að byggja gestahús. Um er að ræða lóð nr. 1 við Hamrahlíð úr landi Vindáss.
Lóðin er í deiliskipulagsferli.
Stöðuleyfi veitt við 1. janúar 2012 og að þá liggi fyrir fullunnið deilisskipulag.
Önnur mál:
1.1. Tekin var fyrir deiliskipulagstillaga í landi Flekkudals.
Deiliskipulagssvæðið er ca. 2,5 ha að stærð og gert er ráð fyrir tveimur frístundalóðum. Lóðirnar bera nöfnin Vatnsbakki og Dalsbakki. Fyrirhugað er að byggja eitt frístundahús auk geymsluhúss á hvorri lóð.
Breyting á aðalskipulagi var afgreidd í skipulagsnefnd 21 mars 2011.
Nefndin mælist til að hreppsnefnd samþykki erindið.
1.2 Tekin var fyrir umsókn um breytingu á aðalskipulagi Kjósarhrepps.
Breyting þessi varðar svæði fyrir frístundabyggðí landi Eyrar. Svæðið hefur tilvísunarnúmer F23 er stefnt að því að lóðirnar nr. 5 og 7 við Miðbúð verði í stað frístundalóða skilgreindar sem íbúðarhúsalóðir.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
1.3 Sigurður I Sigurgeirsson og Lóa S Hjaltested, eigendur spildunnar sem kölluð er Flekkudalur 1 sækja um að staðsetning byggingareits verði með þeim hætti sem kemur fram á lóðarblaði.
Vísað til fyrri bókunar.
Fleiri mál lágu ekki fyrir fundi og var honum slitið.
Undirskrift fundarmanna:
G. Oddur Víðisson Jón Eiríkur Guðmundsson
____________________________ ____________________________
Eva Mjöll Þorfinnsdóttir Kristján Finnsson