Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

366. fundur 02. maí 2011 kl. 23:09 - 23:09 Eldri-fundur

Mánudaginn 2.maí 2011 var haldinn fundur í Skipulags- og bygginganefnd Kjósarhrepps. Fundurinn var haldin í Ásgarðsskóla. Viðstaddir voru: G. Oddur Víðisson, formaður bygginga- og skipulagsnefndar, Magnús I. Kristmannsson, varaformaður, Eva Mjöll Þorfinnsdóttir, ritari, Kristján Finnsson, Pétur Blöndal Gíslason ásamt Skipulags-og byggingarfulltrúa Jóni Eiríki Guðmundssyni .

 

            Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:

 

Bygginganefnd:

 

 

1.       Linda Emilía Karlsdóttir 021262-2939  Hrísateig 33 105 Reykjavík,  sækir um leyfi til að byggja 25,5 m2 sumarhús úr timbri á lóð sinni nr. 22 við Eyjatún í landi Eyja 1. Húsið verður flutt á staðinn. Málið var áður tekið fyrir  á fundi bygginganefndar 15 mars 2011.

Samþykkt

Byggingastjóri: Burkni Dónaldsson kt. 041147-4239.

Byggingaleyfisgjald: 45,895,-

 

2.      Ýr Frisbæk  kt. 280578-2749 Skyttelinjen 291, 22649 Lund Svíþjóð sækir um leyfi til að byggja 28 m2 bátaskýli út timbri  á lóð sinni nr. 1 í landi Sands.

Samþykkt

Byggingastjóri: Sigurður Ingólfsson kt. 170944-3569

Byggingaleyfisgjald: 52,140,-

 

3.      Erla Jónsdóttir kt 200450-5049  Unufelli 13, 111 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja 68,5 m2 viðbyggingu úr timbri við sumarhús sitt á lóðinni nr. 17 í landi Hvamms.

Frestað vegna ófullnægjandi teikninga

Byggingastjóri: Andrés Gíslason

Byggingaleyfisgjald: 116,815,-

 

4.      Ingi Berg Ingason kt. 210268-4219 sækir um leyfi til að byggja 18,5 m2 gestahús úr timbri á lóð sinni nr. 2 við Eyjatún.

            Samþykkt

Byggingastjóri: Heimir Þór Gíslason 

Byggingaleyfisgjald: 37,130,-

 

5.      Jón Þór Einarsson kt 070254-2129 Sólvallagötu 11, 2h.  101 Reykjavík  sækir um leyfi fyrir 12,4 m2 viðbyggingu úr timbri  við sumarhús sitt nr. 6 við Meðalfellsveg.

Samþykkt

Byggingastjóri: Andrés Fr. Gíslason kt. 021162-3889 

Byggingaleyfisgjald: 27,492-

 

6.      Ólafur Oddsson Stekkjarflötum úr landi Neðra Háls  sækir um leyfi fyrir 37,1 m2 viðbyggingu við sumarhús sitt  Stekkur sumarhús sem búin verður  til úr timburgámum.

Samþykkt með fyrirvara um samþykki aðliggjandi lóðarhafa og teikningar verði undirritaðar og yfirfarnar af íslenskum hönnuði.

Byggingastjóri: Runólfur Bjarnason

Byggingaleyfisgjald: 66,360,-

 

 

7.      Einar Freyr Einarsson kt. 250973-3739 sækir um, leyfi til að stækka sumarhús sitt við Hjarðarholtsveg nr. 9 um 30 m2. Stækkunin er útfærð með aðfluttu sumarhúsi.

Samþykkt

Byggingastjóri:

Byggingaleyfisgjald: 55,600,-

 

8.      Ketilbjörn Ólafsson Harðbala 4 sækir um stöðuleyfi til eins árs fyrir vinnuskúr og geymslugám á lóð sinni, Knerri í landi Þorláksstaða þar sem byggingaframkvæmdir standa yfir.

Samþykkt

Afgreiðslugjald kr 7,900,-

 

 

Önnur mál:

 

1.1.  Björn Kristleifsson arkitekt, leggur fram tillögu að deiliskipulagi  fyrir frístundabyggð í landi Hamrahlíðar í Vindáshlíð. Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir að 5,44 ha. spildu sé skipt upp í 5 hluta þar sem einn hlutinn er  2,72 ha. sem er efri hluti spildunnar og hugsaður sem sameiginlegt svæði og ekki ætlað undir byggð.

Tillagan gerir ráð fyrir fjórum 0,68 ha. frístundalóðum þar sem tvær þeirra eru þegar byggðar.

Jákvætt tekið í erindið en teikningar ófullnægjandi.

 

1.2. Bjarni Sv. Guðmundsson og Katrín Sif Ragnarsdóttir eigendur sumarhússins  Litlu Þúfu  lnr. 213818 óska eftir að húsi sínu verði breytt úr frístundahúsi í íbúðarhús.

Ennfremur er óskað eftir umsögn nefndarinnar vegna umsóknar um stofnun lögbýlis skv. 17gr. jarðarlaga.

                Máli vísað til hreppsnefndar

 

1.3 Sigurbjörn Hjaltason  Kiðafelli óskar eftir umsögn bygginga-og skipulagsnefndar vegna framkvæmdar við bátavör og skjólgarðs í Snorravík í landi Eyrarkots. Leitað er eftir áliti nefndarinnar hvort um sé að ræða minniháttar framkvæmdir í skilningi 27.gr. laga nr.73 frá 28 maí 1997 ( Nú skipulagslög nr.123/2010,13.gr.) og því  hvort hún kalli á umsögn Umhverfisstofnunar samkvæmt 38. Gr. laganrhvort umræddar framkvæmdir falli undir skilgreiningu aðalskipulags Kjósarhrepps.

                Máli frestað. Óskað eftir frekari gögnum.

 

1.4 Sigurbjörn Hjaltason óskar eftir umsögn bygginga-og skipulagsnefndar uppdælingu skeljasands í fjöruborð  í Snorravík í landi Eyrarkots.

Leitað er eftir áliti nefndarinnar hvort um sé að ræða meiriháttar framkvæmdir

skv. 27.gr. laga nr.73 frá 28 maí 1997 og því hvort hún kalli á umsögn Umhverfisstofnunar, samkvæmt 38. gr. laga nr. 44 frá 1999

                Nefndin leggur til við hreppsnefnd að leyfi sé veitt.

           

1.5  Sigurður I Sigurgeirsson og Lóa S Hjaltested, eigendur spildunnar sem kölluð er Flekkudalur 1 sækja um að staðsetning byggingareits verði með þeim hætti sem kemur fram á lóðarblaði.

                Synjað. Samræmist ekki aðalskipulagi

 

Fleiri mál lágu ekki fyrir fundi og var honum slitið.