Skipulags- og byggingarnefnd
Skipulags og bygginganefnd
Fundur nr. 39
Mánudaginn 26 október 2009 var haldin fundur í Skipulags og bygginganefnd Kjósarhrepps. Fundurinn var haldin í Ásgarðsskóla. Viðstaddir voru:
Kristján Finnsson, G Oddur Víðisson, Haraldur Magnússon, formaður nefndarinnar ásamt Skipulags og byggingarfulltrúa Jón Eiríki Guðmundssyni sem einnig sá um fundarritun.
Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:
Bygginganefnd:
1.Auður Ólafsdóttir kt. 130360-5219 Laugalæk 58 105 Reykjavík sækir um leyfi til að stækka sumarhús sitt að Brandslæk 11 um 19,8 m2
Byggingaleyfisgjald kr. 25,987,-
Byggingastjóri: Haraldur Guðmundsson
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997
2.Guðmundur Davíðsson Miðdal 270 Mosfellsbær kt.020659-2119 sækir um leyfi til að byggja óeingraða 274,0 m2 skemmu úr timbri, klædda með bárujárni á jörð sinni Miðdal í Kjósarhreppi. G Oddur Víðisson vék af fundi.
Byggingaleyfisgjald kr. 59,660,-
Byggingastjóri: Guðmundur Davíðsson
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr 73/1997
3.Hilmar Ægir Þórðarson og Salvör Gunnarsdóttir óska eftir að skráningu húseignarinnar Bolaklettur l nr. 213800 sem skráð var sem frístundahús verði breytt og skráð sem íbúðarhús.
Afgreiðslugjald kr . 5690,-
Samþykkt.
Skipulagsnefnd:
Tekin var fyrir að nýju deiliskipulagstillaga í raðahverfi í landi Háls í Kjósarhreppi.
Skipulagssvæðið er 34,4 ha og á svæðinu er gert ráð fyrir 69 frístundalóðum.
Deiliskipulagstillagan var samþykkt í Hreppsnefnd Kjósarhrepps þann 4 október 2007 og auglýst í Morgunblaðinu 30 júlí 2007. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartímanum.Upp kom ágreiningur milli landeigenda vegna legu vegar að svæðinu að auglýsingartíma loknum.
Komið hefur verið til móts þennan ágreining með nýjum uppdrætti og skilmálum með breytingardagsetningunum 30.09.2009.
Samþykkt .Farið er fram á breytingu á skilmálum í samráði við skipulagsfulltrúa hvað varðar rekstur á vatnsveitu og staðsetningu á sorpgámum
Fleiri mál lágu ekki fyrir fundinum og var honum slitið
Undirskrift fundarmanna:
Haraldur Magnússon G. Oddur Víðisson
____________________________ _________________________
Jón Eiríkur Guðmundsson Kristján Finnsson
___________________________ _________________________