Skipulags- og byggingarnefnd
Skipulags og bygginganefnd
Fundur nr. 33
Mánudaginn 6 apríl 2009 var haldin fundur í Skipulags og bygginganefnd Kjósarhrepps. Fundurinn var haldin í Ásgarðsskóla. Viðstaddir voru:
Oddur Víðisson, Þórarinn Jónsson, Haraldur Magnússon formaður nefndarinnar ásamt Skipulags og byggingarfulltrúa Jón Eiríki Guðmundssyni sem einnig sá um fundarritun.
Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:
Bygginganefnd:
1.Hannes Jónsson 100557-2709 Víkurströnd 12 Seltjarnarnesi sækir um leyfi til að byggja við sumarhús sitt við Flekkudalsveg nr. 5 í landi Eyja 1
Byggingaleyfisgjald kr. 26.581,-
Byggingastjóri: Hörður Harðarson
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997
2.Haukur Árnason Hólmavaði 6c k.t. 230445-7619 leggur fram beiðni um viðurkenningu sem húsasmíðameistari í Kjósarhreppi.
Nefndin samþykkir erindið
Skipulagsmál:
Pétur Jónsson Þúfukoti Kjósarhreppi leggur fram að nýjan uppdrátt á deiliskipulagstillögu fyrir búgarðabyggð á reit sem merktur er B3 á aðalskipulagi Kjósarhrepps. Ennfremur er lagt fram minnisblað oddvita varðandi skipulagið og erindi skipulagsfulltrúa til hreppsnefndar.
Frestað. Þéttleiki byggðar ekki í samræmi við aðalskipulag.
Fleiri mál lágu ekki fyrir fundinum og var honum slitið
Undirskrift fundarmanna:
Oddur Víðisson Haraldur Magnússon
____________________________ _________________________
Jón Eiríkur Guðmundsson Þórarinn Jónsson
___________________________ _________________________