Skipulags- og byggingarnefnd
Laugardaginn 14 febrúar 2009 var haldin fundur í Skipulags og bygginganefnd Kjósarhrepps. Fundurinn var haldin í Ásgarðsskóla. Viðstaddir voru:
Oddur Víðisson, Haraldur Magnússon formaður nefndarinnar ásamt Skipulags og byggingarfulltrúa Jón Eiríki Guðmundssyni sem einnig sá um fundarritun.
Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:
Bygginganefnd:
1.Guðlaugur Jónsson Nesbala 86 170 Seltjarnarnesi sækir um leyfi til að byggja viðbyggingu við sumarhús sitt að Hlíð 15a
Byggingaleyfisgjald kr. 36,506
Byggingastjóri: Örn Þórisson k.t. 100351- 3139
Bókun: Frestað vantar skráningartöflu og afstöðumynd. Samþykki nágranna liggi fyrir.
Skipulagsnefnd:
Tekin var fyrir deiliskipulagstillaga í landi Þúfukots.
Erindið var áður samþykkt í Skipulagsnefnd 5 nóvember 2008 með fyrirvara um samþykki Vegagerðar og Heilbrigðseftirlits Kjósarsvæðis. Afgreiðslu fundargerðar skipulagsnefndar var hafnað í hreppsnefnd 6 nóvember 2008 vegna ágalla á skipulagsuppdrætti.
Lagður er fram nýr og endurbættur uppdráttur af skipulagssvæðinu.
Skipulagssvæðið er 39,5 ha að stærð. Gert er ráð fyrir lóðum fyrir 22 búgarða og er nýtingarhlutfall skipulagssvæðisins 1,8 ha / búgarð.
Bókun:
Frestað. Skipulagsfulltrúa falið að vera í samráði við skipulagshöfund varðandi frekari útfærslur skipulagsins og sjá um hagsmunaaðilakynningu.
Fleiri mál lágu ekki fyrir fundinum og var honum slitið
Undirskrift fundarmanna:
Oddur Víðisson Haraldur Magnússon
____________________________ _________________________
Jón Eiríkur Guðmundsson Kristján Finnsson
___________________________ _________________________