Skipulags- og byggingarnefnd
Skipulags og bygginganefnd
Fundur nr. 25
Miðvikudaginn 4 júní 2008 er haldin fundur í Skipulags og bygginganefnd Kjósarhrepps. Fundurinn var haldin í Ásgarðsskóla. Viðstaddir eru:
Kristján Finnsson, Pétur Blöndal, Haraldur Magnússon formaður nefndarinnar ásamt Skipulags og byggingarfulltrúa Jón Eiríki Guðmundssyni sem einnig sá um fundarritun.
Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:
Bygginganefnd:
1.RG Hús ehf kt. 481196-2489 Asparfelli 2. 111 Reykjavík sækir um leyfi til að flytja notað sumarhús úr timbri á lóð sína nr 17 við Berjabraut í landi Háls.
Byggingastjóri er Ragnar Guðmundsson
Byggingaleyfisgjald kr. 59,660,-
Samþykkt
Samræmist ákvæðum laga nr 73/1997
2. Stefán Tyrfingsson Stafnaseli 2 109 Reykjavík kt. 070645-2709 sækir um leyfi til að flytja sumarhús sitt frá Hjarðarholtsvegi 15 og setja það niður á lóð sína nr. 9 við Eyjatún.
Samþykkt. Flutningsleyfi er háð framvísun um framvísun veðbókavottorðsog eða leyfi veðhafa
Byggingastjóri er Ólafur Haukur Ólafsson kt. 021164-5779 Hraunbergi 9
Byggingaleyfisgjald kr. 59,660
3.Stefán Tyrfingsson Stafnaseli 2 109 Reykjavík kt. 070645-2709 sækir um leyfi til að byggja sumarhús og gestahús úr timbri á lóð sinni nr 15 við Hjarðarholtsveg
Samþykkt
Samræmist ákvæðum laga nr 73/1997
Byggingastjóri er Ólafur Haukur Ólafsson kt. 021164-5779 Hraunbergi 9
Byggingaleyfisgjald er kr 138,788,-
4. Guðlaugur Gunnarsson Þórsgötu 4 101 Reykjavík kt. 170857-5779 sækir um leyfi til að byggja sumarhús úr timbri á steyptum kjallara á lóð sinni nr 1 í landi Vindáss.
Samþykkt með fyrirvara um endanlega afgreiðslu á deiliskipulagi
Samræmist ákvæðum laga nr 73/1997
Byggingastjóri er Björgvin Magnússon frá Loftorku
Byggingaleyfisgjald er kr 95,444,-
5. Guðlaugur Gíslason Grandavegi 1 107 Reykjavík kt. 110256-4699sækir um leyfi til að byggja sumarhús úr timbri á steyptum kjallara á lóð sinni nr 2 í landi Vindáss
Byggingastjóri er Björgvin Magnússon frá Loftorku
Byggingaleyfisgjald er kr 95,444,-
Samþykkt með fyrirvara um endanlega afgreiðslu á deiliskipulagi
Samræmist ákvæðum laga nr 73/1997
6. Ásta Jónsdóttir Laxárnesi sækir um stöðuleyfi fyrir gámi og vegtengingu samkvæmt meðfylgjandi teikningu.
Samþykkt að veita leyfi fyrir staðsetningu á gámi en varðandi vegtengingu vísast til umsagnar Vegagerðarinnar.
Samræmist ákvæðum laga nr 73/1997
Skipulagsmál
Deiliskipulag frístundabyggðar í landi Möðruvalla.
Deiliskipulagstillaga frístundabyggðar í landi Möðruvalla var auglýst 4.apríl 2008 . Gert er ráð fyrir 37 frístundalóðum á 21.8 ha svæði ofan við núverandi frístundabyggð í Norðurnesi. Frestur til að gera athugasemdir rann út 19. maí 2008.
Engar athugasemdir bárust á auglýsingatímanum.
Tillagan var send til umsagnar lögboðinna stofnanna samanber umsögn skipulagsfulltrúa.
Afgreiðsla: Skipulagsnefnd samþykkir ofangreinda skipulagstillögu og vísar henni til lokayfirferðar Skipulagsstofnunar. Jafnframt er umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. júní 2008 samþykkt.
Fleiri mál lágu ekki fyrir fundinum og var honum slitið
Undirskrift fundarmanna:
Kristján Finnsson Haraldur Magnússon
__________________________ ____________________________
Pétur Blöndal Gíslason Jón Eiríkur Guðmundsson
___________________________ _______________________________
Umsögn skipulagsfulltrúa
Deiliskipulag í landi Möðruvalla 1, 37 hús á 21,8 ha lands
Hreppsnefnd Kjósarhrepps samþykkir að óska eftir heimild Skipulagsstofnunar til að auglýsa nýtt deiliskipulag í landi Möðruvalla 1 í Norðurnesi á fundi sínum 6. september 2007. Skipulagssvæðið er 21.8 ha. og gert er ráð fyrir 37 lóðum undir frístundahús. Svæði liggur að áður byggðu svæði í Norðurnesi. Dagsetning uppdráttar og skilmála er 07.08.2007.
Deiliskipulagstillagan ásamt greinargerð fór í frekari vinnslu í kjölfarið á athugasemdum sem bárust frá lögbundinum umsagnaraðilum og var auglýst 4. apríl 2008. Dagsetning auglýst uppdráttar og skipulagsskilmálum er 11.01.1008.
Fornleifavernd ríkisins (Agnes)telur ekki ástæðu til að rannsaka svæðið samkvæmt símaviðtali en leggur áherslu á að ef fornleifar koma óvænt í ljós að það verði tilkynnt samkvæmt lögum til stofnunnar.
Vegagerð ríkisins þarf ekki að láta málið til sín taka þar sem hið nýja svæði tengist ekki þjóðvegakerfinu, heldur tengist vegkerfi núverandi frístundasvæðis.
Umhverfisstofnun gerir athugasemd um að lóðamörk liggja nærri Svínadalsá og að lóðamörk megi ekki vera nær ánni en 50 m
Svar: Hafnað er túlkun stofnunnar að lóðamörk megi ekki vera nær vatnsfalli en 50 m.
Í skipulagsskilmálum er gert ráð fyrir að einni sameiginlegri girðingu um svæðið og tryggt verði að aðgengi gangandi fólks verði ekki takmarkað meðfram ánni. Byggingarreitir er staðsettir að lámarki 50 m frá ánni sem er í samræmi við gildandi lög og Aðalskipulag Kjósarhrepps.
Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis ásamt Umhverfisstofnun gera athugasemdir varðandi frárennsli og rotþrær og telja að skoða beri að leggja sameiginlegt fráveitukerfi fyrir allt svæðið og ef notaðar verði rotþrær fyrir einstök hús þurfi staðsetning þeirra að koma fram í tillögunni.
Svar: Skipulagsskilmálarnir hafa verið gerðir skýrir hvað þetta varða. Ekki er talið gerlegt að viðhafa sameiginlega veitu fyrir hverfið. Rotþrær verða samkvæmt skilmálunum við hvert hús staðsettar innan skilgreinds byggingarreits í samráði við byggingarfulltrúa.
Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis fjallar almennt um skipulagstillöguna og bendir á að engin greinargerð fylgir með deiliskipulagsuppdrætti og lýsingar afar rýrar.
Svar: Unnin hefur verið greinargerð með skipulagstillögunni sem skýrir tilefni athugasemda sem kemur fram í erindi eftirlitsins.
Þá bendir eftirlitið á að vatnsból fyrir 20 sumarhús eða fleiri sé starfsleyfisskyld.
Kjósarhreppi 4. júní 2008
Jón Eiríkur Guðmundsson,
skipulagsfulltrúi