Skipulags- og byggingarnefnd
Miðvikudaginn 2 janúar 2008 var haldin fundur í Skipulags og bygginganefnd Kjósarhrepps. Fundurinn var haldin í Ásgarðsskóla. Viðstaddir voru:
Kristján Finnsson, Pétur Blöndal, Haraldur Magnússon formaður nefndarinnar ásamt Skipulags og byggingarfulltrúa Jón Eiríki Guðmundssyni sem einnig sá um fundarritun.
Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:
Bygginganefnd:
1. Skarfaklettur ehf kt. 430502- 0549 Birkiás 16 210 Garðabæ sækir um leyfi til að byggja 85,8 m2 timburhús á steyptum þverveggjum á lóð sinni nr 6 við Eyjafell í landi Eyja 2.
Byggingastjóri er Sæmundur Pálsson
Samþykkt
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997
2. Magnús Ingi Magnúson kt. 510588-2539 Hraunbær 32 110 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja sumarhús ú timbri á lóð sinni nr 2 við Holtsveg í landi Meðalfells.
Byggingastjóri er Hallgrímur Árnason
Samþykkt
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997
Skipulagsnefnd:
1.Tekin var fyrir til endanlegrar afgreiðslu breytingar á aðalskipulagi í landi Morastaða þar sem breytt var landnotkun á reit sem merktur er F2 á aðalskipulagi. Breytingartillagan var samþykkt í Skipulagsnefnd 29 ágúst 2007. Engar athugaemdir bárust á auglýsingartíma.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997
Fleiri mál lágu ekki fyrir fundinum og var honum slitið
Undirskrift fundarmanna:
Kristján Finnsson Haraldur Magnússon
____________________________ ______________________________
Pétur Blöndal Gíslason Jón Eiríkur Guðmundsson
___________________________ _______________________________