Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

184. fundur 12. september 2007 kl. 22:29 - 22:29 Eldri-fundur

                                                   Skipulags og bygginganefnd

                                                          Fundur nr. 17.

 

Miðvikudaginn 12. ágúst  2007  var haldin fundur í Skipulags og bygginganefnd Kjósarhrepps. Fundurinn var haldin í Ásgarðsskóla. Viðstaddir voru:

Þórarinn Jónsson , Kristján Finnsson, Snorri Örn Hilmarsson Haraldur  Magnússon formaður nefndarinnar ásamt Skipulags og byggingarfulltrúa Jóni Eiríki Guðmundssyni. Þá sátu fundinn fulltrúar Vegagerðarinnar þeir Hilmar Finnsson og Jón Valgeir Sveinsson

 

                        Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:

 

Tilefni fundarins er að leysa vegtengingarmál sem upp hafa komið í hreppnum og eru óleyst á milli Skipulagsnefndar og Vegagerðarinnar.

 

1. mál

 

Vegtenging að íbúðarhúsum í landi Þúfukots. Í deiliskipulagi sem er í vinnslu var gert ráð fyrir að vegur að þeim verði um Lækjarbrautar tenginguna inn á Hvalfjarðarveg upp að Galtargili og til suðurs að Þúfukoti samtals um 1.2 km.

Í umsögn Vegargerðarinnar um skipulagið er það meðhöndlað sem tenging að frístundahúsum en ekki íbúðarhúsum og tekur V.gr því ekki afstöðu til vegarins, heldur eingöngu tengingu inn á Hvalfjarðarveg.

 

Pétur Jónsson í Þúfukoti kom og gerði grein fyrir sinni hlið á málinu.  Reynt er að finna lendingu á vegtengingunni. Báðir aðilar nokkuð ósveigjanlegir og vísa í pappíra hvors annars. Pétur er algerlega ósammála V.gr. Og er með það á hreinu að V.gr. sé búinn að samþykkja þennan veg ( að Galtargili) og vill að vegagerðin byggi hann upp og haldi við.  Fulltrúar V.gr. vilja fá frá Pétri deiliskipulag til að geta farið í vinnu við að finna heppilegar vegtengingar að húsum ef húsunum fjölgar. V.gr. Telur að vegstæðið sé afar óhentugt upp að Galtargili. Pétur vill að vegurinn sé þar sem hann er enda sé hann þar samkvæmt skipulagi.

Báðir aðilar virðast samt ætla að leysa ágreining um veg að þeim húsum sem komin eru með því að leggja veg fyrir neðan bæinn í Þúfukoti og tengja hann inn á Eyrarfellsveginn um afleggjarann að Þúfukoti sem er reyndar ósamþykktur, en verður þá vonandi samþykktur í leiðinni. Samkomulag er um skipulagshönnuður hjá Arkform, sem vinnur að skipulaginu fyrir Þúfukot, mun hafa samráð við Vegagerðina og senda tillögur til  jvs@vegagerdin.is  um nánari útfærslu á legu vega. Fram kom skýrt að Vegagerðin afgreiðir öll skipulagsmál í samráði við viðkomandi sveitar– eða bæjarstjórnir, en ekki einstök fyrirtæki eða einstaklinga, þó svo að einhver samvinna við þá aðila geti farið fram í undirbúningsferlinu.

 

2.mál

Næstur á mætti á fundinn Jón Gíslason og til umræðu er skipulag Ennishverfis og vegtengingar þar . Til stendur að fláa veg fyrir Hálsendann vegna vegsýnar og snjóa. Tenging að sumarhúsum geti þá um tíma verið áfram á sama stað þar. Samkvæmt skipulagi er gert ráð fyrir heilsárs íbúðarhúsi þar undir eða uppi í brekkunni og þá geti hentað að sameina þessar tengingar í eina og þá rétt neðan við afleggjara niður í Hálsnes. Ákveðið var að landeigandi léti skipulagshönnuð uppfæra skipulagsuppdráttinn til samræmis við óskir V.gr.og hann síðan kynntur þeim  Jón Valgeir vildi að fram kæmi á uppdrætti hver veghelgunin væri, en hún er 60 m breið, 30 m til hvorrar handar.

 

 

 

3. mál

Farið yfir nýja vegtengingu að íbúðarhúsi í landi Þorláksstaða, Ásar. V.gr. er ósátt við hugmyndir um staðsetningu tengingar við blindhæð vegna þess að hún uppfyllir ekki kröfur um öryggi. Fulltrúar vegagerðarinnar fóru fram á að heildstætt yrði litið á málið og tekið verði tillit til framtíðar uppbyggingar þannig að vegtengingin yrði inn á safnveg sem nýttist öllum landeigendum og hugmyndum þeirra um uppbyggingu ásamt því að samræmast hugmyndum V.gr. um sem fæstar tengingar inn á þjóðveg. Ákveðið að Vegagerðin kanni heppilegasta tengistað og Skipulags og bygginganefnd Kjósrhrepps geri tillögu að vegstæði. Í framhaldi verði málið skoðað í samráði við landeigendur.

 

Fleira var ekki bókað.

 

Þórarinn Jónsson

Haraldur Magnússon

Kristján Finnsson

Snorri Hilmarsson

Hilmar Finnsson

Jón Valgeir Sveinsson

Jón Eiríkur Guðmundsson