Samgöngu- og fjarskiptanefnd
Dagskrá
Gestur fundarins: Hermann Ingólfsson, Hjalla
1.Veðurstöð í Tíðarskarði
2009035
Vegagerðin óskar eftir mati (heimamanna) hvar veðurstöð yrði náknæmlega staðsett innan við Tíðarskarðið.
Niðurstaða:
SamþykktFundarmenn voru sammála um að besta staðsetning veðurstöðvar væri vestan megin við Rauðhamra.
Regínu er falið að senda upplýsingar og mynd til vegagerðarinnar.
Regínu er falið að senda upplýsingar og mynd til vegagerðarinnar.
2.Vegrið við Fossá og Fossárétt
2002011
Fossá er mjög bratt frá Hvalfjarðarvegi niður á göngusvæði áningarstaðarins, sjá mynd
3.4. Mælt er með uppsetningu vegriðs á þessum stað.
3.4. Mælt er með uppsetningu vegriðs á þessum stað.
Niðurstaða:
SamþykktFundarmenn voru sammála um að nauðsynlegt sé að setja vegrið á þessum kafla.
Regínu og Karli Magnúsi er falið að ræða við vegagerðina.
Regínu og Karli Magnúsi er falið að ræða við vegagerðina.
3.Láxárbrú Kjós
2002010
Einbreiða brúin yfir Laxá er mjög mjó, 3,4 m að breidd. Hún var byggð árið 1932 og timburgólf sett 1974. Slitmottum á gólfum er þó reglulega viðhaldið. Brúin stenst ekki nútímakröfur m.t.t. umferðaröryggis og þá sérstaklega í ljósi þeirrar umferðar sem fer um hana. Umrædd brú sést á mynd 3.5.
Mikil umræða hefur skapast um hegðun ferðamanna á brúnni, en bent hefur verið á ferðamenn standi á miðri brúnni við myndatökur en slíkt getur skapað verulega hættu komi bílar að á miklum hraða. Vegagerðin er þó með á áætlun um að taka niður hraða á brúnni niður í 50 km/klst með viðeigandi merkingum. Mun það hafa jákvæð áhrif á
umferðaröryggi á brúnni. Varað er við gangandi vegfarendum um 100 m áður en komið er að brúnni en skiltið er á staur með öðru skilti og því lítið áberandi. Bæta þyrfti ástand áningarstaðarins við Laxá til að freista þess að ferðamenn stöðvi frekar þar við myndatökur heldur en á brúnni. Hins vegar er illmögulegt að banna gangandi
vegfarendum að fara yfir brúna þar sem engin önnur leið er fyrir þá.
Mikil umræða hefur skapast um hegðun ferðamanna á brúnni, en bent hefur verið á ferðamenn standi á miðri brúnni við myndatökur en slíkt getur skapað verulega hættu komi bílar að á miklum hraða. Vegagerðin er þó með á áætlun um að taka niður hraða á brúnni niður í 50 km/klst með viðeigandi merkingum. Mun það hafa jákvæð áhrif á
umferðaröryggi á brúnni. Varað er við gangandi vegfarendum um 100 m áður en komið er að brúnni en skiltið er á staur með öðru skilti og því lítið áberandi. Bæta þyrfti ástand áningarstaðarins við Laxá til að freista þess að ferðamenn stöðvi frekar þar við myndatökur heldur en á brúnni. Hins vegar er illmögulegt að banna gangandi
vegfarendum að fara yfir brúna þar sem engin önnur leið er fyrir þá.
Niðurstaða:
Lagt framUmræða.
Regínu falið að ræða málið við vegagerðina.
Regínu falið að ræða málið við vegagerðina.
4.Girða af Hvalfjarðarveginn að Botni
2002009
Uppsetning fjárgirðinga meðfram Hvalfjarðarvegi fyrir utan
öryggissvæði vegarins.
öryggissvæði vegarins.
Niðurstaða:
Lagt framKarl Magnús oddviti upplýsti fundarmenn um samkomulag sem gert var við vegagerðina um fjárgirðingu meðfram Hvalfjarðarvegi (Fossárlandi).
5.Eyrarfjallsvegur
2002007
Íbúum þykir Eyrarfjallsvegur (Miðdalsvegur) illa farinn og vilja að
hann sé malbikaður. Vegurinn er nokkuð hlykkjóttur og samkvæmt íbúum og björgunarsveit getur hann verið hættulegur í vissum veðrum og hafa bílar oltið þar. Skoða þarf að breyta hámarkshraða á veginum þannig að hraðinn sé í samræmi við aðstæður. Notaður hefur verið leiðbeinandi hraði og þrengingar á kafla vegarins. Skoða þyrfti nánar að setja leiðbeinandi
hraða á erfiðum köflum.
hann sé malbikaður. Vegurinn er nokkuð hlykkjóttur og samkvæmt íbúum og björgunarsveit getur hann verið hættulegur í vissum veðrum og hafa bílar oltið þar. Skoða þarf að breyta hámarkshraða á veginum þannig að hraðinn sé í samræmi við aðstæður. Notaður hefur verið leiðbeinandi hraði og þrengingar á kafla vegarins. Skoða þyrfti nánar að setja leiðbeinandi
hraða á erfiðum köflum.
Niðurstaða:
Lagt framFundarmenn voru sammála um að nauðsynlegt er að setja bundið slitlag á Eyrarfjallsveginn.
Regína og Karl Magnús verða í áframhaldandi viðræðum við vegagerðina og stjórnvöld.
Regína og Karl Magnús verða í áframhaldandi viðræðum við vegagerðina og stjórnvöld.
Fundi slitið - kl. 19:00.