Samgöngu- og fjarskiptanefnd
Samgöngu - fjarskiptanefnd, fundur nr. 2
Dags. 31.7.2018
Annar fundur Samgöngu- og fjarskiptanefndar Kjósarhrepps haldinn í Ásgarði 31. júlí 2018, kl 20:30.
Mætt: Regína Hansen Guðbjörnsdóttir, formaður, Guðmundur Davíðsson, meðstjórnandi og Guðmundur Páll Jakobsson, ritari.
Gestur fundarins var Guðmundur Daníelsson.
Mál sem tekin voru fyrir:
1. Skoða að setja upp viðmiðunarreglur varðandi snjómokstur í Kjósarhreppi í samstarfi við Vegagerðina.
Samþykkt að vinna viðmiðunarreglur vegna snjómoksturs í Kjósarhreppi í samstarfi við Vegagerðina.
2. Umferðaöryggisáætlun, ræða hvað í því felst og fá heimild hjá hreppsnefnd til að leita tilboða í slíka vinnu.
Samþykkt að óska eftir því við hreppsnefnd að fá heimild til að leita tilboða í gerð umferðaöryggisáætlunar.
3. Önnur mál:
· Guðmundur Daníelsson mætti til fundar nefndarinnar til að ræða stöðu ljósleiðara. Fulltrúar Kjósarhrepps og fulltrúar Reykjavíkurborgar munu ræða saman um ljósleiðaratengingu frá Reykjavík til Kjósarhrepps í gegnum Kjalarnes. Næstu skref verða tekin þegar niðurstaða þess fundar liggur fyrir.
· Næsti fundur verður boðaður sérstaklega.
Fundi slitið kl 22:30 GPJ