Samgöngu- og fjarskiptanefnd
Samgöngu - fjarskiptanefnd, fundur nr. 1
Dags. 23.7.2018
Fyrsti fundur Samgöngu- og fjarskiptanefndar Kjósarhrepps haldinn í Ásgarði 23. júlí 2018, kl 20:30.
Mætt: Regína Hansen Guðbjörnsdóttir, Guðmundur Davíðsson og Guðmundur Páll Jakobsson.
Mál sem tekin voru fyrir:
1. Nefndin skiptir með sér verkum. Samþykkt var að Regína Hansen Guðbjörnsdóttir verði formaður, Guðmundur Davíðsson meðstjórnandi og Guðmundur Páll Jakobsson ritari.
2. Farið yfir erindisbréfið. Farið var yfir erindisbréfið og tillaga að nýju erindisbréfi lagt fram og samþykkt.
3. Önnur mál:
· Rætt var um hlutverk Vegagerðarinnar og Kjósarhrepps þegar kemur að snjómokstri og viðhaldi á vegum, kallað verður eftir gögnum frá hreppnum til skoðunar.
· Staða ljósleiðaramála voru rædd og var samþykkt að boða Guðmund Daníelson á fund nefndarinnar við fyrsta tækifæri.
· Samþykkt var að boða til nýs fundar þriðjudaginn 31. Júlí kl 20:30.
Fundi slitið kl 22:00 RHG