Fara í efni

Samgöngu- og fjarskiptanefnd

462. fundur 10. nóvember 2013 kl. 10:38 - 10:38 Eldri-fundur

Dags. 4. nóvember 2013

Mætt:
F.h. Samgöngu- og fjarskiptanefndar: Sigurður Ásgeirsson
F.h. 365 miðla: Daníel og Páll frá Emax/365 miðlum

Fundarstaður: 365 miðlar, Skaftahlíð 24, Reykjavík

 

Allt er að þokast í rétta átt og hraði orðinn ásættanlegur hjá flestum á því svæði sem búið er að taka í gegn. Tæknimenn Emax/365 mun halda áfram að vinna með svæðið.

Rætt var um að enn væru svæði innan Kjósarhrepps sem væru án netsambands og væri það virkilega bagalegt fyrir suma íbúa á þeim svæðum sem þurfa á netsambandi að halda. Ýmislegt er í skoðun en víða um Ísland eru svæði sem erfiðlega hefur verið fyrir fjarskipafyrirtæki að þjónusta.

Stjórnvöld vita af vandanum og segjast vera að vinna í málunum, en kostnaðurinn er það sem stoppar hjá flest þessa dagana.
Samgöngu- og fjarskiptanefnd mun halda uppteknum hætti  að ýta á eftir málum með símtölum bæði til alþingismanna og fjarskiptafyrirtækjanna.

Fundi slitið

Sigurður Ásgeirsson, ritari