Samgöngu- og fjarskiptanefnd
Fundur í Samgöngu- og fjarskiptanefnd
Dags:6. september 2012, kl. 10:00
Mætt:
F.h. Samgöngu- og fjarskiptanefndar. Sigurður Ásgeirsson (formaður) og Sigríður Klara Árnadóttir (ritari)
F.h. Hreppsnefndar. Guðný G. Ívarsdóttir (framkvæmdastjóri) og Guðmundur H. Davíðsson (oddviti)
F.h. iCell (eMax). Daniel Gunnarsson (rekstrarstjóri ) og Páll Jónsson (tæknimaður)
Fundarstaður:Ásgarðsskóli
Málefni: Tilboð í bætta fjarskiptaþjónustu frá iCell (nýr rekstraraðili Loftlínunnar og eMax)
Fjallað var um tilboð í bætta fjarskiptaþjónustu sem barst Kjósarhreppi 6. júní sl.
Farið var vandlega yfir þau atriði sem hafa verið að valda vandræðum, s.s. spennuflökt, skuggasvæði inn í dölum, gamla senda, illa staðsetta senda og rafmagnsleysi á tengipunktum.
Í sumar hefur iCell sett upp sendi á Meðalfelli sem inniheldur nýja tækni og hefur sú tilraun gefist vel. Aðaltengipunkturinn í Mörk er ekki lengur sá flöskuháls á gagnaflutning sem hann var.
Nýir fjársterkir aðilar hafa komið með aukið fjármagn inn í félagið, rekstur fyrirtækisins í góðum málum.
Gerð verður tilraun með sólarsellu-sendi á þeim stað sem rafmagnsleysi er að valda vandræðum og mun iCell alfarið bera kostnað af þeirri tilraun.
Það er álit Samgöngu- og fjarskiptanefndar að miðað við dreifða byggð Kjósarinnar innan um dali og fjöll, þá er útskipting á sendum frá iCell ódýrasti og fljótlegasti kosturinn í baráttunni við bætt netsamband og myndi henta flestum í sveitinni.
Málið verður tekið upp á Hreppsnefndarfundi þann 6. september.
Fundi slitið, kl. 11:32
Sigríður Klara Árnadóttir
ritari