Fara í efni

Samgöngu- og fjarskiptanefnd

368. fundur 03. maí 2011 kl. 10:01 - 10:01 Eldri-fundur

Samgöngu- og fjarskiptanefnd, 4. fundur

Dags: 30. mars 2011
Fundur var haldinn hjá Vegagerðinni, í svæðismiðstöðinni Borganesi.

Mætt:
F.h. Samgöngu- og fjarskiptanefndar Kjósarhrepps: Sigurður Ásgeirsson (Hrosshóli), Einar Hreiðarsson (Traðarholti) og Sigríður Klara Árnadóttir (Klörustöðum).
F.h. Vegagerðarinnar: Valgeir Ingólfsson, yfirverkstjóri og Bjarni H Johansen, þjónustustjóri Vesturlands

Ákveðið var að funda með forsvarsmönnum Vegagerðarinnar í Borgarnesi,  því þaðan er þjónustunni sinnt og almennu viðhaldi.

Í stuttu máli voru móttökur góðar, einstök atriði tekin til skoðunar en gríðarlegt fjársvelti hrjáir Vegagerðina.

 

1.      Samgöngumál – rætt um eftirfarandi atriði (úr síðustu fundargerð) og lagðar fram ljósmyndir málinu til stuðnings.

a.      Brynjudalur. Við ristarhliðið þar sem beygt er út af malbikinu er hár kantur sem auðveldlega getur sprengt dekk og eyðilagt felgur. Lagfæra þarf við brúna yfir ræsin. Vegagerðinni er kunnugt um ástandið, ræsin hafa verið til vandræða og mun það verða skoðað í sumar.

b.      Fell. Vegatengingin frá malbikinu inn að Felli er mjög slæm. Stórvarasamir kantar, ristarhliðið sjálft illa farið og skoða þarf undirstöðurnar. Vegagerðin vissi af umræddu ristarhliði og búið er að bera í verstu holurnar. En Vegagerðinni var ekki kunnugt um hve illa undirstöðurnar væru farnar. Munu fara á vettvang og skoða betur.

c.       Eilífsdalur-Miðdalur. Nokkrir grófir kaflar sem þyrfti að bera í og hefla. Holótt við smábrýr og huga þarf að þeim stöðum þar sem malbiksbútar eru, illa farin vegurinn í kring. Búið að hefla eftir áramót.

d.      Kiðafell. Grófir kaflar, sérstaklega í beygjum. Holótt við ristarhlið og skarpar brúnir hafa myndast. Búið að hefla eftir áramót.

e.      Hurðarbak – Þorláksstaðir. Grófir kaflar. Þokkalegt inn á milli.

f.        Sandur. Vegurinn verður að drullu við minnstu bleytu. Þetta mál er hjá Vegagerðinni á Reykjanesi vegna hönnunar og uppbyggingar. Sama staðan með heimkeyrsluna að Brúnstöðum.

g.      Hjalli-Möðruvellir. Þar sem malbikið endar eru grófir kaflar sem þarfnast ofaníburðar og heflunar allt að Möðruvöllum og áfram að Vindáshlíð. Búið að hefla eftir áramót. Verður farið aftur yfir í sumar.

h.      Veginn upp Kjósarskarðið er búið að taka í gegn og lagfæra stærsta hlutann en því miður hefur tíðarfar og umferðarþungi farið illa með veginn. Ekki er á dagskrá að malbika þennan kafla á næstunni. Vegagerðin vísar á ráðherra varðandi þær framkvæmdir.

i.        Eftirliti með heimkeyrslum er almennt ábótavant í sveitinni. Áður var hugað að þeim tvisvar á ári. Nú er reynt amk einu sinni á ári að fara yfir hverja heimkeyrslu.

 

2.      Aðkoma Vegagerðarinnar varðandi reiðvegi í Kjósinni. Slíkar beiðnir koma í gegnum hestamannafélögin, sem sækja um styrki. Ekki koma öll mál inn á borð Vegagerðarinnar en það væri æskilegt að hafa samráð með staðsetningar á þeim reiðvegum sem liggja nálægt vegum og yfir akvegi.

 

Fundi slitið
Sigríður Klara Árnadóttir