Fara í efni

Samgöngu- og fjarskiptanefnd

346. fundur 04. nóvember 2010 kl. 17:34 - 17:34 Eldri-fundur

Dags: 24.10.2010

Fundurinn haldinn á ferð um Kjósina.

Mætt: Sigurður Ásgeirsson (Hrosshóli), Einar Hreiðarsson (Traðarholti) og Sigríður
Klara Árnadóttir (Klörustöðum).

Ákveðið var að hafa fundinn á „vettvangi“, keyra um Kjósina, vopnuð myndavélum og skrásetja ástand veganna í sveitinni, sérstaklega þeirra sem eru á ábyrð Vegagerðarinnar.

1.      Samgöngumál – atriði sem þarf að ræða við Vegagerðina

Eftirliti með heimkeyrslum var almennt ábótavant í sveitinni.

a.      Brynjudalur. Við rimlahliðið þar sem beygt er út af malbikinu er hár kantur sem auðveldlega getur sprengt dekk og eyðilagt felgur. Þokkalegur vegur inn í Brynjudal en þyrfti að hefla. Lagfæra þarf við brúna yfir ræsin.

b.      Lækjarbraut. Verið er að vinna í veginum

c.        Fell. Vegatengingin frá malbikinu inn að Felli er mjög slæm. Stórvarasamir kantar, rimlahliðið sjálft illa farið og skoða þarf undirstöðurnar. Vegurinn eftir það þokkalegur.

d.      Eilífsdalur-Miðdalur. Nokkrir grófir kaflar sem þyrfti að bera í og hefla. Holótt við smábrýr og huga þarf að þeim stöðum þar sem malbiksbútar eru, illa farin vegurinn í kring.

e.      Kiðafell. Grófir kaflar, sérstaklega í beygjum. Holótt við rimlahlið og skarpar brúnir hafa myndast.

f.        Hurðarbak – Þorláksstaðir. Grófir kaflar. Þokkalegt inn á milli.

g.      Grjóteyri – malbikað og í fínu lagi.

h.      Sandur. Vegurinn verður að drullu við minnstu bleytu. Viðræður standa yfir við Vegagerðina að gera við veginn, þar sem fjöldi sumarbústaðaeiganda nýtir sér veginn en einungis eitt lögbýli er að Sandi í dag.

i.        Hjalli-Möðruvellir. Þar sem malbikið endar eru grófir kaflar sem þarfnast ofaníburðar og heflunar allt að Möðruvöllum og áfram að Vindáshlíð.

j.        Vegurinn upp Kjósarskarðið er í vinnslu. Búið er að lagfæra stærsta hlutann en á næstu dögum verður borið ofan í veginn á fleiri stöðum og heflað.

2.      Rætt var um stefnumótun fyrir reiðvegi í Kjósinni. Nefndin þarf að kanna hvernig framlögum hefur verið háttað hingað til. Fá upplýsingar um hvaða fjárhæðir eru ætlaðar í verkefnið og vera í samvinnu við Hestamannafélagið Adam.

3.      Næsti  fundur verður með forsvarsmönnum Vegagerðarinnar í Borgarnesi

Fundi slitið og fundarmönnum skutlað heim

Sigríður Klara Árnadóttir

 

Formaður: Sigurður Ásgeirsson
Meðstjórnandi: Einar Hreiðarsson
Ritari: Sigríður Klara Árnadóttir