Fara í efni

Samgöngu- og fjarskiptanefnd

330. fundur 30. ágúst 2010 kl. 11:32 - 11:32 Eldri-fundur

Dags. 12.7.2010

 

Mánudaginn 12.júlí 2010 var haldinn 1. fundur í nýskipaðri Samgöngu- og fjarskiptanefnd. Fundurinn var haldin í Ásgarðsskóla. Viðstaddir voru:

Sigurður Ásgeirsson (Hrosshóli), Einar Hreiðarsson (Traðarholti) og Sigríður Klara Árnadóttir (Klörustöðum).

 

Nefndarmenn skiptu með sér verkum með eftirfarandi hætti og ákváðu jafnframt að hittast 1.þriðjudag í hverjum mánuði.

Formaður: Sigurður Ásgeirsson

Meðstjórnandi: Einar Hreiðarsson

Ritari: Sigríður Klara Árnadóttir

 

Varamenn: Guðmundur Magnússon, Björn Ólafsson og Helgi Guðbrandsson

 

Verkefni fyrir næsta fund:

1. Sigurður tala við Bjarna í Borgarnesi varðandi stöðuna á vegaframkvæmdum í Kjósinni. Ítrekað hefur verið gengi fram hjá viðhaldi og frágangi á Kjósaskarðsvegi.

2. Einar kynnir sé vinnu þeirra nefnda sem núverandi samgöngu- og fjarskiptanefnd er sameinuð úr, þ.e.a.s. Fjarskipta- og upplýsinganefnd annarsvegar og hins vegar Orku- og samkiptanefnd. En nú eru orkumálin komin í sér nefnd Orkunefnd.

3. Sigríður setur sig inn í fjarskiptamálin í sveitinni. það þarf að fara yfir alla þætti sem tengjast talsíma, farsíma og netmálum. Hvergi eru þessi mál í ásættanlegu ástandi. Ræða þarf við forsvarsmenn Mílu hvernig lögnum er háttað og hvað er í bígerð.

 

Ljóst er að lítið mun fást af upplýsingum fyrr en um miðjan ágúst þar sem sumarleyfi eru í hámarki.

 

Næsti fundur þriðjudaginn 7. sept nk. Fundi slitið

 

Sigríður Klara Árnadóttir

ritari