Fara í efni

Orkunefnd

148. fundur 10. október 2006 kl. 14:05 - 14:05 Eldri-fundur

5. fundur Samgöngu og orkunefndar 10.okt 2006

 

 

 

Mæting: Hermann Ingólfsson, Jón Gíslason og Einar Guðbjörnsson.

Sigurbjörn Hjaltason oddviti og Birna Einarsdóttir form. Umhverfis- og ferðamálanefndar.

Frá Vegagerð ríkisins; Jónas Snæbjörnsson Reykjavík og Bjarni xxxxx Borgarnesi.

 

1.

Rætt var um heimreiðar, kostnað við viðhald og greiðsluu vegna lagningu nýrra. Fram kom að V.R  greiðir kostnað við gerð heimreiða og viðhald s.s. heflun og ofaníburð.

 

2

Rætt um áningastaði í sveitarfélaginu. Fram kom að vegagerðin tekur þátt í gerð þeirra og óskar V.G. eftir tillögum sveitarstjórnar um staðsetningu þeirra.

 

3.

Reiðvegir og reiðleiðir. Spurt var um kostnað og greiðslu negna þeirra. Vegagerðin er tilbúin að greiða vegna slíkra vega sem landeigendur  myndu leggja, enda gert í samráði við sveitarstjórn.

 

4.

Vegagerðarmenn óska eftir að sveitarstjórn komi með tillögu um framkvæmdir  og viðhaldaverk fyrir næstu vegaáætlun sem gerð verður í vetur.

Nefndin mun gera tillögu um forgangsröðun verkefna til sveitarstjórnar.

 

 

Fleira ekki gert-fundi slitið.