Fara í efni

Orkunefnd

358. fundur 08. mars 2011 kl. 12:16 - 12:16 Eldri-fundur

Fundur  haldinn í Orkunefnd Kjósarhrepps í Ásgarði,  fimmtudaginn  24. febrúar kl. 16.30.

 

Mættir voru: Einar Guðbjörnsson, Óðinn Elísson, Jón Gíslason, Guðmundur Davíðsson og Guðný G Ívarsdóttir sem ritaði fundargerð.

 

Eina og aðalmál fundarins var skýrsla Verkís um forhönnun hitaveitu í Kjós. Verkís hafði gert áætlun fyrir Kjósarhrepp um hitaveitu í Kjós, sem fengi heitt vatn úr borholum sem boraðar verði milli Helguholts og Möðruvalla í Kjós.  Gerð  var  áætlun um stofn og rekstrarkostnað hitaveitunnar og var hann borinn saman við kostnað við rafhitun skv. gefnum forsendum.

 

Niðurstaðan er að heildarkostnaður hitaveitunnar að meðtöldum afskriftum og fjármangskostnaði er áætlaður um 25%-30% lægri en við rafhitun. Helsta óvissan í áætlunni er,  árangurinn við borunina og fjöldi þeirra húsa sem taka inn hitaveitu á hverjum tíma.  Áætlaður  heildarstofnkostnaður hitaveitunnar um  1097 Mkr.

 

Ákveðið var að halda verkefninu áfram og senda inn umsókn til Orkusjóðs um lán til framkvæmdanna.

Fundi slitið kl 17:00.   GGÍ