Orkunefnd
Ár,2010 mánudaginn 15. mars er haldinn fundur í Samgöngu- og orkunefnd Kjósarhrepps í Ásgarði.
Mættir: Hermann Ingólfsson,Jón Gíslason og Gunnar Leó Helgason.
Sigurbirni Hjaltasyni, oddvita var falið að rita fundagerð.
1. Staða samningsmála varðandi nýtingarétt
Fyrir fundinum liggur skýrsla frá Ólafi Flóvenz dags 11.mars 2010 en hann hefur unnið að samningagerð fyrir hönd hreppsins. Fram kemur í erindinu að í ljósi þess hve langan tíma þetta mál hefur tekið án þess að endanleg niðurstaða hafi fengist telur Ólafur að hlutverk sínu við að miðla málum sé nánast lokið. Það eina sem út af stendur er orðalag 10. greinar en önnur ágreiningsatriði teljast leyst.
Niðurstaða fundarins er að fá Ólaf til að senda inn lokatillögu að 10. greininni til samþykktar eða synjunar.
Fleira ekki gjört- fundi slitið
Sigurbjörn Hjaltason