Fara í efni

Orkunefnd

204. fundur 16. janúar 2008 kl. 22:29 - 22:29 Eldri-fundur

Ár 2008,15.janúar er haldinn fundur í samgöngu-og orkunefnd.

 

Mættir eru Hermann Ingólfsson, Jón Gíslason, Einar Guðbjörnsson, Sigurbjörn Hjaltason, oddviti og Kristján Sæmundsson frá íslenskum orkurannsóknum.

 

1. Hitaveitumál

Kristján fór yfir þær mælingar sem gerðar hafa verið í borholum í hreppnum á síðustu mánuðum. Hann telur  ekki útilokað að finna heitt virkjanlegt vatn um miðbik sveitarinnar. Á grundvelli mælinganna telur hann  líklegast sé fyrst að hefja borun rannsóknarholu nálægt Kaffi-Kjós síðan við Sandsafleggjarann og síðan við Hvassnes og jafnvel utan við Möðruvelli og meta stöðuna á grundvelli niðurstöðu mælinga þessara hola.

 

Næsti kostur væri  innan við Hjarðarholt og vestan Skorár.

Þriðji kosturinn er borun á Hálsi, og ofan Ásgarðs.

 

Þá telur hann nauðsynlegt að mæla lindir á þessu svæðum eftir langvarandi frostakafla því það styrkir þegar gerðar rannsóknir. Jafnframt er ein hola í Vindáshlíð ómæld.

 

Í framhaldi af því verður staðsetning rannsóknarholna ákveðinn. Kristján ætlar að taka saman upplýsingar um umfang verksins þannig að verktakar viti hvað er um er að ræða.

 

Ganga þarf frá samkomulagi við landeigendur þar sem tilraunaholur verða boraðar.

 

2. Vegamál

Fram kom að gert er ráð fyrir að verja fjármunum úr sveitarsjóði til heimreiða í hreppnum á árinu 2008.

 

Nefndin leggur til að gert verði átak í að setja niður ný ristarhlið þar sem þeirra er þörf og jafnframt að hreinsa uppúr núverandi hliðum og leggur til að hreppsnefnd kalli eftir umsóknum um ný hlið.

 

Þá er því beint til Vegagerð ríkisins að vetrarþjónusta verði framkvæmd samkvæmt áætlun, en nefndin telur að misbrestur sé á því.

 

 

Fleira ekki gert.