Markaðs, atvinnu- og menningarmálanefnd
Markaðs, atvinnu- og ferðamálanefnd, fundur nr. 25
Dagsetning 30. maí, kl. 16:30 í Ásgarði.
Mætt voru: Helga Hermannsdóttir formaður Sigurbjörg Ólafsdóttir og Guðný G Ívarsdóttir sem ritaði fundargerð.
Helga Hermannsdóttir formaður setti fundinn.
Mál sem tekin voru fyrir:
1. 17. júní hátíð í Kjósinni. Farið var yfir skipulagningu hátíðarinnar og verkum skipt.
2. Kátt í Kjós, 22. júlí. Farið yfir hugmyndir að viðburðum. Gefinn verður út bæklingur eins og undanfarin ár þar sem kynntir verða viðburðir í sveitinni. Skreyttir póstkassar á öllum bæjum, heyrúlluskreytingar verða á Hjalla, Myndasýning í Ásgarði og sýning á nokkrum söfnum safnara.
3. Dreifpóstur verður sendur inn á hvert heimili til kynningar á viðburðum og auglýst verður eftir gömlum myndum frá réttum í Kjósarrétt.
Næsti fundur verður í lok júní.
Fundi slitið kl 17:30 GGÍ