Markaðs, atvinnu- og menningarmálanefnd
Markaðs-, atvinnu- og menningarmálanefnd Kjósarhrepps,
fundur nr. 12
Dags. 15. september 2015, kl: 20:30
Í Ásgarði
Mætt:
Sigurbjörg Ólafsdóttir (SÓ) formaður, Eva B Friðjónsdóttir (EBF), Þórarinn Jónsson (ÞJ) og Ragnar Gunnarsson (RG)
Sigríður Klara Árnadóttir (SKÁ) ritari
Dagskrá:
· Uppgjör á Kátt í Kjós 2015 ekki að fullu lokið en stefnir í að vera innan þess ramma sem settur var.
o Þrír aðilar eiga eftir að senda inn reikning vegna vinnu/þjónustu sinnar.
· Starfið í vetur:
o Bókasafnskvöld/Frístundakvöld:
§ Hreppurinn er búinn að auglýsa eftir starfsmanni til að sjá um bókasafnið og viðburði í tengslum við bókasafnið. Umsóknarfrestur er til 18.september nk
§ Margar hugmyndir ræddar varðandi efni á frístundarkvöld.
· Aðventumarkaður
o Frátekin er fyrsta helgin í desember í Félagsgarði, sem er laugardagur 5.des og sunnudagur 6.des
o Hugmyndir ræddar. Heyra í Skógræktarfélaginu og samtvinna viðburðina.
· Kjósarkortið – endurútgáfa, staðan á því.
o Búið að samþykkja í hreppsnefnd að endurútgefa kortið
o Leiðréttingar sem búið var að senda inn virðast vera glataðar, en nefndin er komin á sporið.
· Áningarskiltin – staðan á þeim
o Nefndarmenn skoðuðu það sem komið er. Málin rædd, talsverð vinna eftir.
· Önnur mál
o Stefnt að því að halda fund um málefni UMF Drengs á fyrsta bókasafnskvöldi haustsins. 100 ára saga félagsins er á leið í prentun og langar hreppsnefnd af því tilefni að kanna til hlýtar möguleika á því að endurvekja félagið og halda upp á útkomu bókarinnar.
o Næsti fundur verður „Opið spjall um viðburði í sveitinni“, stefnt að því að hann verði í október/nóvember í tengslum við bókasafnskvöldin í Kjósinni.
Fundi slitið, kl: 22:40
Sigríður Klara, ritari