Fara í efni

Markaðs, atvinnu- og menningarmálanefnd

552. fundur 19. maí 2016 kl. 10:47 - 10:47 Eldri-fundur

Markaðs-, atvinnu- og menningarmálanefnd Kjósarhrepps,   fundur nr. 15

Dags. 19. maí, kl: 17:45  í Ásgarði

Boðaðir voru bæði aðal- og varamenn nefndarinnar.

 

Mætt:

Sigurbjörg Ólafsdóttir (SÓ) formaður,  Eva B Friðjónsdóttir (EBF), Ragnar Gunnarsson (RG) og Helga Hermannsdóttir (HH).   Sigríður Klara Árnadóttir (SKÁ) ritari

Boðuð forföll:Þórarinn Jónsson og Ólafur Oddsson

 

Dagskrá:

·         17. júní – hátíðarhöld í hreinni sveit.

o   Hreppsnefnd tók vel í tillögu nefndarinnar að fara af stað með hreinsunarátak í sveitinni og lagði til að hefja það mánudaginn 13. júní, þegar unglingavinnan hefst og ljúka því fyrir Þjóðhátíðardaginn.
Varðandi 17. júní var ákveðið að undirbúa með meiri fyrirvara á næsta ári aukið samstarf við sumarhúsafélögin. Þetta árið verður reynt að styðja við það sem Kaffi Kjós er að gera. Helgu falið að heyra í þeim hvað myndi henta.

·         Hreinlætisaðstaða í Kjósinni

o   Mikið rætt um aðgengi að salerni fyrir gesti Kjósarinnar, allt árið og þá sérstaklega yfir sumarið, t.d. veiðimenn, göngufólk, hjólreiðamenn og ferðamenn. Einu salernin eru á Kaffi Kjós og eðlilega eru þau ætluð viðskiptavinum. Nefndin hvetur hreppsnefnd til að taka málið til umfjöllunar og skoða vel möguleikann á að útbúa varanlega salernisaðstöðu t.d. við Félagsgarð.

·         Kátt í Kjós 2016 – 16. júlí.

o   Ákveðið að skapa kaffihúsastemningu í Félagsgarði. Sigurbjörg formaður nefndarinnar sem jafnframt er formaður Kvenfélagsins falið að heyra í  kvenfélagskonum varðandi bakstur og utanumhald. 
Markaðurinn verður fluttur út úr Félagsgarði og söluaðilum boðin svæði undir sölutjöld sín. Eva teiknaði upp hvernig svæðið gæti litið út.
Túnið við Félagsgarð hugsað undir dýr og leiki.
Sigríði Klöru falið að ræða við formann Ungmennafélagsins, formann Hestamannafélagsins, Björgunarsveitina, Gísla „Landa“ á RÚV, Skógræktarfélagið inn í Brynjudal, Magnús Þór varðandi leiðsögn um Hvítanesið, hjónin á Kiðafelli 2 varðandi heyrúlluskreytingar. Vitað er um nokkra aðila sem þegar hafa ákveðið að bjóða heim; Sogn, Kata&Bjössi Kiðafelli 3 og Gallerí NaNa við Flekkudalsveg.
Ákveðið að gera bækling með viðburðum með sama sniði og síðustu ár, Sigríði Klöru falið að halda utan um þá vinnu og taka sjá um pantanir á söluplássum.

·         Formleg mannaskipti í nefndinni.

o   Eva hefur óskað eftir leyfi frá nefndarstörfum og var þetta hennar síðasti fundur að þessu sinni. Sigurbjörg óskaði Evu góðarar ferðar og bauð Helgu formlega velkomna sem aðalmann í nefndina.

Fundi slitið, kl: 19:35.   Sigríður Klara, ritari