Markaðs, atvinnu- og menningarmálanefnd
Markaðs-, atvinnu- og menningarmálanefnd Kjósarhrepps,
fundur nr. 14
Dags. 11. maí, kl: 20:30 í Ásgarði
Fundurinn var öllum opinn, íbúum, sumarhúsaeigendum og áhugasömu fólki um viðburði í Kjósinni.
Mætt frá nefndinni:
Sigurbjörg Ólafsdóttir (SÓ) formaður, Eva B Friðjónsdóttir (EBF), Ragnar Gunnarsson (RG) og Helga Hermannsdóttir (HH)
Sigríður Klara Árnadóttir (SKÁ) ritari
Aðrir:
Jóhanna Káraneskoti, Guðmundur Miðdal, Sigurþór Meðalfelli, Sveina Sogni, Hermann og Birna Hjalla, Stella Káranesi og Guðbjörg Gallerí Nana.
Dagskrá:
· Kátt í Kjós.
Margar góðar hugmyndir komu fram og fjörugar umræður í kjölfarið
Mikið var rætt um að virkja hugmyndabankann inn á www.kjos.is og ekki síður að virkja Kjósverja til þátttöku.
Niðurstaða fundarins var að halda hátíðina
· 17. júní – hátíðarhöld.
Ýmislegt rifjað upp frá fyrri árum og augljóslega áhugi á að gera meira úr deginum.
Hugmyndir komu fram t.d. að sameina við vor-brennu sumarhúsaeigenda við Meðalfellsvatn.
Fá félög sumarhúsaeigenda meira til að taka þátt.
Lagt til að efna til hreinsunarátaks á vegum Kjósarhrepps – hvetja alla til að taka til í kringum sig og halda upp á hreina sveit á Þjóðhátíðardeginum
Fánareið, með íslenska fánann, hópreið svo fátt eitt sé nefnt
Fundi slitið, kl: 22:12
Sigríður Klara, ritari