Markaðs, atvinnu- og menningarmálanefnd
Markaðs-, atvinnu- og menningarmálanefnd Kjósarhrepps, fundur nr. 11
Dags. 2. júlí, í Ásgarði, kl. 11
Mætt:
Sigurbjörg Ólafsdóttir (SÓ), Eva B Friðjónsdóttir (EBF) og Helga Hermannsdóttir (HH)
Sigríður Klara Árnadóttir (SKÁ) ritari
Þórarinn Jónsson (ÞJ) mætti ekki
Dagskrá:
Vinnufundur markaðsnefndar vegna undirbúnings Kátt í Kjós
· Fengin voru um 100 stk af DV sem innihélt aukablaðið „Sumarhátíðir“. Sumarhátíðar-blaðinu var safnað saman til að dreifa sérstaklega um Kjósina. Nefndarmenn skiptu Kjósinni niður á milli sín og munu setja blaðið í póstkassa um alla sveitina.
· Bæklingurinn kominn úr uppsetningu, farið yfir hann, gerðar breytingar og gert dreifingarplan:
o Drögin verður send út til þeirra sem eru í honum og óskað eftir athugasemdum í síðasta lagi á hádegi 6.júlí. Lokalagfæring ætti því að vera klár í lok mánudags/byrjun þriðjudags, prentað á þriðjudegi, ungmennavinnan fengin til að aðstoða við að brjóta saman í bæklingabroti þriðjudag og miðvikudag. Fer í póst miðvikudag eftir hádegi og í aldreifingu um Kjós, Kjalarnes og Mosfellsdal með Póstinum á fimmtudegi 9.júlí. Í kjölfarið dreifa nefndarmenn bæklingnum á bensínstöðvar
· Ákveðið að fá tilboð í auglýsingar á samtengdum rásum RÚV (Rás1 og Rás2).
· HH fór yfir nýjungar í samfélagsmiðlum og kynnti fundarmenn fyrir: Instagram, # („hashtag instagram“) og hvernig hægt er að fá myndir frá gestum inn á Facebook-síðu hátíðarinnar. Henni var falið að útbúa nauðsynlegar tengingar og ganga frá tækninni varðandi það. Í kjölfarið er komið #kattikjos2015
· Föstudaginn 17.júlí mæta allir, nánari tímasetning ákveðin þegar nær dregur. Þá þarf að raða söluborðum í Félagsgarði, ná í sölutjald til Skátanna, tjalda sölutjaldinu, gera klárt í Ásgarði, aðstoða við uppsetningu á stærsta leikfangatraktor í heimi ofl.
Fundi slitið, kl: 14:10
Sigríður Klara, ritari