Markaðs, atvinnu- og menningarmálanefnd
Markaðs-, atvinnu- og menningarmálanefnd Kjósarhrepps, fundur nr. 10
Dags. 23. júní, í Ásgarði, kl. 17
Mætt:
Sigurbjörg Ólafsdóttir (SÓ), Eva B Friðjónsdóttir (EBF) og Helga Hermannsdóttir (HH)
Sigríður Klara Árnadóttir (SKÁ) ritari
Þórarinn Jónsson (ÞJ) mætti ekki
Dagskrá:
Opinn fundur markaðsnefndar vegna undirbúnings Kátt í Kjós, millli kl. 17 og 18
· Vel var mætt á opna hluta fundarins af þeim sem taka þátt í viðburðum á Kátt í Kjós.
· Farið var yfir skipulag hátíðarinnar, kynnt hvaða viðburði verður boðið upp á, fyrirkomulag sveitamarkaðarins, fyrstu drög að bæklingnum sem verður gefinn út fyrir hátíðina og margar góðar ábendingar komu fram.
o Finna fleiri almennar síður sem eru með hátíðir, til að auglýsa viðburðinn betur án mikils aukakostnaðar.
o Gera meiri kröfur um íslenskt handverk á markaðinum. Gagnrýni kom fram að oft á tíðum eru innfluttir fjöldaframleiddir munir að keppa við hönnun og handverk, sem erfitt er að keppa við í verðlagningu.
o Það mætti vera tónlist á markaðinum, samt ekki of hávær. Aðili frá Veisluhúsinu, sem sér um Félagsgarð, var á fundinum og ætlar að finna út úr því, amk verður hægt að hafa tónlist af geisladiski.
o Vantar meira fyrir yngstu gestina. Við Kaffi Kjós hefur verið (og verður) hoppukastali og í boði að fara á hjólabát út á Meðalfellsvatn. Í ár verður auk þess keypt sérstök leiksýning: Búkolla-ævintýraheimur Muggs, sem er fyrir börn frá 2ja ára aldri og sýnd á túninu við Félagsgarð. Sömu aðilar eru með verðlauna leiksýninguna Gísla Súrsson sem bauðst með á góðum kjörum. Ákveðið að finna annan stað en Félagsgarð fyrir það leikrit, til að dreifa álaginu um sveitina.
o Vantar bændur til að bjóða heim á bæ. Sérstaklega var auglýst eftir því en enginn gaf sig fram. Hvorki að bjóða heim á bæ né að taka að sér að vera með dýr til sýnis. Þetta þarf að fara betur yfir.
· Ákveðið var að halda annan opinn fund að hátíð lokinni til að fara yfir hvað gekk vel þetta árið og hvað mætti bæta. Dagsetning ekki ákveðin en stefnt að þeim fundi strax í vikunni eftir Kátt í Kjós.
Að opna hluta fundarins loknum, héldu nefndarmenn áfram að funda.
· Staðan tekin varðandi Kátt í Kjós og rætt um niðurstöður opna fundarins.
o Bæklingur, fréttatilkynning og auglýsingar eru að verða tilbúið. Búið að kaupa auglýsingu í sérblaði DV „Sumarhátíðir“, sem verður dreift um allt land 25. júní. Búið er að senda fréttatilkynningu í Mosfelling sem birtist í blaðinu 24.júní. Fréttatilkynning á aðra fjölmiðla verður send innan tíðar.
o Farið yfir vinnufyrirkomulag á sjálfum deginum.
Ákveðið að SKÁ verði ábyrg fyrir Ásgarði, EBF verði ábyrg fyrir sveitamarkaðinum en SÓ verður í forsvari fyrir kaffisölu kvenfélagsins og HH verður að vinna á Kaffi Kjós. Allar ná samt að vinna á föstudeginum við að gera allt klárt í og við Félagsgarð.
o Farið yfir kostnaðaráætlun fyrir Kátt í Kjós. Þar sem mjög góð aðsókn er í söluborðin og lægra tilboð fékkst í sölutjaldið frá Skátunum myndaðist svigrúm til að leigja „Heimsins stærsta leikfangatraktor“ í 2 sólarhringa og setja upp við Félagsgarð. Hugsað bæði sem auglýsing og einnig leiktæki.
· Hreppsnefnd vísaði til nefndarinnar hluta af erindi frá Ferðaþjónustunni Hjalla, frá 1.júní sl.
o Kátt í Kjós: Ósk um undirbúningsfund og stöðufund að hátíð lokinni.
Afgreiðsla: Opni undirbúningsfundurinn í upphafi fundar 23.júní, var til að bregðast við þeirri ósk, einnig ákvörðunin um opinn stöðufund eftir hátíðina (á eftir að dagsetja).
o Kjósarsprettur: Kjósarmórinn 8. Ágúst
Afgreiðsla: Núþegar er búið að skrá viðburðinn „Kjósarmórinn“ inn á atburðardagatalið inn á www.kjos.isog mun þetta verða auglýst nánar þegar nær dregur.
o Kjósarkort: Hreppsnefnd samþykkti fjárveitingu í endurútgáfu á kortinu.
Afgreiðsla: Strax að lokinni sveitahátíðinni Kátt í Kjós verður farið í að finna þær leiðréttingar sem komnar voru, uppfæra kortið, leiðrétta og ganga í að fá tilboð í endurútgáfu á því.Stefnt að því að kortið komi út fyrir áramót.
· Næsti fundur ákveðinn fimmtudaginn 2.júlí, kl. 11
Fundi slitið, kl: 20:22
Sigríður Klara, ritari