Markaðs, atvinnu- og menningarmálanefnd
Markaðs-, atvinnu- og menningarmálanefnd Kjósarhrepps, fundur nr. 6
Dags. 9.september 2014, Í Ásgarði, kl. 13:00
Mætt:
Sigurbjörg Ólafsdóttir (SÓ), Þórarinn Jónsson (ÞJ) og Eva B Friðjónsdóttir (EBF).
Sigríður Klara Árnadóttir (SKÁ) ritari
Dagskrá:
1. Krásir í Kjós 2014
Könnun á áhuga fyrir að halda Krásir í Kjós, skilaði ekki miklu, 3 aðilar svörðu formlega. Einn sýndi áhuga, annar taldi málið jákvætt og þriðji sá sér ekki fært að taka þátt þetta árið.
Afgreiðsla: Tekin ákvörðun um að hafa Krásir í Kjós á næsta ári 2015. Augljóslega þarf að leggja meiri tíma í að virkja fólk til að taka þátt.
2. Kátt í Kjós endanlegar niðurstöðutölur.
Heildarkostnaður hreppsins v/Kátt í Kjós 2014: 253.840 kr
a. Tekjur: 180.750 kr (leiga af borðum og hagnaður af sveitaballi)
b. Kostnaður: 437.590 kr (auglýsingar, bæklingur, tjaldaleiga, hljómsveitin, vinna ungmenna ofl.)
3. Kortlagning auðlinda í ferðaþjónustu á vegum Ferðamálastofu
3 fulltrúar fengnir f.h. Kjósarhrepps til að sinna verkefninu. Ekkert er greitt fyrir vinnu fulltrúanna:
Aðalheiður Birna (Bidda) á Hjalla, Vigdís Ólafsdóttir frá Valdastöðum og Sigríður Klara Árnadóttir á Klörustöðum.
SKÁ kynnti verkefnið og dreifði til nefndarmanna lista yfir þá staði sem á að meta.
4. Félagsgarður, nýting og rekstur
Komin eru 2 tilboð í rekstur í Félagsgarði. Afgreiðsla mun fara fram á næsta hreppsnefndarfundi 11.september.
5. Bókasafn
Anna Björg á Valdastöðum hefur óskað eftir því að halda áfram sem bókavörður.
Afgreiðsla: Ánægja er með störf Önnu Bjargar og því fagnað að hún vilji vera áfram sem bókavörð. Gert er ráð fyrir að bókakvöldin verið áfram með svipuðu sniði, þ.e. bókasafni verði opið annan hvern miðvikudag að kvöldi til. Nefndin mun reyna eftir fremsta megni að aðstoða varðandi viðburði og uppákomur á bókasafnskvöldum. Auglýsa þarf með meiri fyrirvara bókasafnskvöldin, t.d. á mánudegi.
6. Skiltagerðin
Fyrri atvinnu- og ferðamálanefnd hefur skilað af sér. Auk þess hefur Ólafur Engilbertsson, sent SKÁ efni skiltanna á tölvutækuformi til að einfalda leiðréttingarvinnuna.
Afgreiðsla: SKÁ er að safna saman þeim leiðréttingum sem komnar eru en eitthvað var um að leiðréttingar væru ræddar símleiðis eða „í spjalli“ án þess að formlegar leiðréttingar bærust í kjölfarið. Stefnt er að því að vinnu við textagerð skiltanna verði lokið fyrir 1.nóvember nk og vonast til að einhver skilti verði jafnvel komin á sína staði í lok árs, ef veður leyfir.
7. Afmælisárið 2015
a. UMF Drengur 100 ára, 1.ágúst 2015
Afgreiðsla: Rætt um framtíð félagsins og starfsemi. Ákveðið að ræða við núverandi formann og kannað hvort félagið sem slíkt hafi hugmyndir um að gera eitthvað í tilefni afmælisins. Verið er að rita sögu félagsins og standa vonir til að því verði lokið fyrir afmælið.
b. Félagsgarður 70 ára
Afgreiðsla: Ákveðið að óska eftir myndum og sögum frá byggingu hússins, auk ábendinga um merka viðburði sem tengjast húsinu, fyrir fyrirhugaða afmælissýningu næsta sumar.
c. Kosningaréttur kvenna í 100 ár. Eftirfarandi erindi barst frá formlegri afmælisnefnd“
„Í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna á næsta ári, eru öll bæjar- og sveitarfélög, söfn og stofnanir í landinu hvött til að minnast þeirra mikilvægu réttinda sem kosningarétturinn er og 100 ára afmælisins 2015, með sýningum, málþingum, fyrirlestrum og öðrum viðburðum það ár.
Afgreiðsla: Ýmsar hugmyndir ræddar, m.a. um að nýta bókasafnskvöld fyrir farandsýningu sem Landsbókasafnið mun útbúa á spjöldum í tilefni afmælisins.
8. Önnur mál
a. Athuga með Kjósarmyndina á DVD og fleiri myndir, sem Kjósverjar (og fleiri) hefðu áhuga á að eignast. Kanna höfundarrétt, leyfi oþh til að fjölfalda og gera fleirum kleift að eignast eintak af gömlum gersemum.
b. Næsti fundur var ákveðinn 4.nóvember nk
Fundi slitið kl. 15:17
Sigríður Klara Árnadóttir