Markaðs, atvinnu- og menningarmálanefnd
Markaðs-, atvinnu- og menningarmálanefnd Kjósarhrepps, fundur nr. 5
Dags. 23. júlí 2014, Í Ásgarði, kl. 13:00
Mætt:
Þórarinn Jónsson (ÞJ), Sigurbjörg Ólafsdóttir (SÓ) og Eva B Friðjónsdóttir (EBF).
Sigríður Klara Árnadóttir (SKÁ) ritari
Dagskrá:
1. Bráðabirgðaniðurstöður reikninga frá Kátt í Kjós
a. Heildarkostnaður hreppsins v/Kátt í Kjós: 282.101 kr skv. bráðabirgðauppgjöri
i. Tekjur: 180.750 kr (leiga af borðum og hagnaður af sveitaballi)
ii. Kostnaður: 462.851 kr (auglýsingar, bæklingur, tjaldaleiga, hljómsveitin ofl.)
b. Samantekt
i. Vel gert :
1. Almenn ánægja með aðsókn, síst minni en í fyrra
2. Keppnin Ungi bóndi ársins vakti lukku
3. Sveitaballið velheppnað og bjórsala yfir daginn án vandræða. Talsverð ánægja með þessar tilbreytingar
4. 1.000 bæklingar nóg og einfalda útgáfan stóð fyrir sínu
5. Heilt yfir gott skipulag á deginum
ii. Má bæta:
1. Stærri/fleiri sölutjöld. Endurskipuleggja leigu á söluplássum.
2. Bæta GSM- og netsamband í Félagsgarði. Ath rafmagnið (eldhús sló út)
3. Auglýsa fyrr og hafa bæklinginn fyrr tilbúinn
4. Hafa borð úti fyrir neðan Félagsgarð til að tylla sér við
5. Vantaði meiri afþreyingu fyrir börnin v/Félagsgarð
6. Leiðrétta texta í bæklingi um hreppamörk Kjósarhrepps
2. Næstu verkefni nefndarinnar
a. Arfleifð frá Atvinnu- og ferðamálanefnd, samantekt:
Upphaflegir nefndarmenn: Ólafur Engilberts formaður, Katrín Cýrusdóttir varaformaður, Bergþóra Andrésdóttir ritari.
Í lok árs 2012: Bergþóra formaður, Katrín varaformaður, Rebekka Kristjánsd ritari
i. Skiltagerð. Taka saman athugasemdir, fara yfir kostnað og klára skiltin
ii. Hönnun á vörulínu sem tengist Kjósinni – staðan á því ?
iii. Myndakort yfir Kjósina, endurútgáfa – staðan á því ?
iv. Ákveðið að fá fyrri nefnd inn á næsta fund til að fara yfir stöðuna
b. Aðventumarkaður í byrjun des
i. Ákveðið að halda aðventumarkað 6. des í Félagsgarði.
c. Krásir í Kjós ?
i. Ákveðið að kanna fyrst áhuga á að halda matarhátíðina Krásir í Kjós (4. eða 11.okt) áður en endanleg ákvörðun er tekin. SKÁ mun senda út könnun til matvælaframleiðenda og þjónustuaðila í Kjósinni fyrir 1.ágúst nk.
3. Önnur mál
a. Rekstur í Félagsgarði - umræða
b. Næsti fundur var ákveðinn 11. september, kl. 13:00 í Ásgarði
Fundi slitið kl. 14:50
Sigríður Klara Árnadóttir