Fara í efni

Markaðs, atvinnu- og menningarmálanefnd

489. fundur 16. júlí 2014 kl. 09:01 - 09:01 Eldri-fundur

Markaðs-, atvinnu- og menningarmálanefnd Kjósarhrepps, fundur nr. 4

Dags. 16. júlí.2014

Í Félagsgarði, kl. 13:00

Mætt:

Aðalnefndarmenn:
Þórarinn Jónsson (ÞJ), Sigurbjörg Ólafsdóttir (SÓ) og Eva B Friðjónsdóttir (EBF).

 

Sigríður Klara Árnadóttir (SKÁ) ritari

Dagskrá

1.    Staðan varðandi Kátt í Kjós

a.     Kostnaður er vel innan áætlunar, ennþá amk. Talsverður sparnaður náðist varðandi bæklinginn þetta árið.

b.    Öll borð á markaðinum eru útleigð og 80% búnir að borga. Byrjað er að lesa auglýsingar á RÚV, auglýsingu í Skessuhorn var bætt við. Bæklingurinn er tilbúinn og búið að senda í dreifingu.

c.     Heldur hefur dregið úr rigningaspá fyrir laugardaginn 19.júlí

2.    Verkaskipting á viðburðardegi

a.     Eva mun sjá um Félagsgarð. Sigurbjörg er í vöfflubakstri með kvenfélaginu og Þórarinn sér um hamborgarasölu. Tveir starfsmenn í sumarvinnu hjá Kjósarhreppi verða til aðstoðar við að færa til borð eftir erfidrykkju á föstudag og eftir markaðinn á laugardeginum.

3.    Bjórsala í Félagsgarði, innsent erindi

a.     Meirihluti nefndarinnar setur sig ekki á móti því að leyfa sölu á bjór til reynslu á sveitahátíðinni. Skilyrði að salan verði ekki auglýst sérstaklega. Endanlegri ákvörðun vísað til hreppsnefndar.

4.    Næsti fundur 23.júlí, kl. 13.00 í Ásgarði

 

Fundi slitið kl. 14:10

Sigríður Klara Árnadóttir