Fara í efni

Markaðs, atvinnu- og menningarmálanefnd

486. fundur 07. júlí 2014 kl. 11:50 - 11:50 Eldri-fundur

Markaðs-, atvinnu- og menningarmálanefnd Kjósarhrepps, fundur nr. 2

Dags. 7. júlí.2014

Í Ásgarði, kl. 20:00

Mætt:

Aðalnefndarmenn:
Þórarinn Jónsson (ÞJ), Sigurbjörg Ólafsdóttir (SÓ) og Eva B Friðjónsdóttir (EBF).

Varamenn:

Helga Hermannsdóttir og Ragnar Gunnarsson. Ólafur Oddsson boðaði forföll.

 

Sigríður Klara Árnadóttir (SKÁ) ritari

Dagskrá

1.    Kynning fyrir varamenn
Afgreiðsla:  Erindisbréf lesið

 

2.    Erindi frá hreppsnefnd

a.     Beiðni um tilnefningu fulltrúa í samráðshóp - Kortlagning auðlinda ferðaþjónustunnar
Afgreiðsla:  Óska eftir frekari upplýsingum um umfang starfsins fyrir þann sem tekur það að sér. SKÁ sér um það

b.    Ákvörðun um nefndarlaun frá síðasta hreppsnefndarfundi kynnt nefndarmönnum.

3.    Kátt í Kjós – næstu skref
Farið yfir verkefnalistann og nýjum verkefnum útdeilt.
Sveitaball í Félagsgarði hefur verið samþykkt gegn öruggri gæslu og dyravörslu.

 

4.    Önnur mál

a.     Ábending að kaupa þurfi 10 ný borð fyrir Félagsgarð í stað þess að flytja alltaf borð úr Ásgarði, það skemmir borðin. Minni stærðin er betri.

b.    UMF Drengur verður 100 ára á næst ári, hugmyndir ræddar að helga Kátt í Kjós 2015 því.

c.     Þegar skilti um Kjósarrétt verður tilbúið er rétt að huga að viðburði í tengslum við það. T.d. eru enn þá til dúkarnir sem voru notaðir við veitingasölu Kvenfélagsins í gamla skúrnum við réttina.

d.    Næsti fundur ákveðinn miðvikudaginn 9. júlí kl. 11, fara yfir Kjátt í Kjós-auglýsingamál

 

Fundi slitið kl. 22:50

Sigríður Klara Árnadóttir