Húseignanefnd Félagsgarðs
1.fundur húsnefndar Félagsgarðs kjörtímabilið 2010-2014 haldinn í Félagsgarði 26. September 2010 kl. 20:30.
Mættir Guðmundur Davíðsson ,Jón Ingi Magnússon og Hermann Ingi Ingólfsson fulltrúi umf. Drengs.
1.Nefndin skipti með sér verkum , Guðmundur kjörinn formaður, Hermann telur að Kjósarhreppur ætti að skipa 3 nefndarmenn en fulltrúi umf. Drengs sé áheyrnarfulltrúi.
2. Nefndin skoðaði sig um í húsinu og telur að ástæða sé til að framkvæma viðhaldsvinnu svo sem á stormjárnum glugga, laga útihurð einnig huga að málningu anddyris og setustofu niðri.
3. Húsnefnd leggur til að gengið verði frá rafmagnstöflu og ljósarofum fyrir salinn þannig að ekki þurfi að fara í töfluna til að stýra ljósum í salnum.
4. Lagt fram bréf frá Erni Viðari Erlendssyni þar sem hann óskar eftir að taka Félagsgarð á leigu til 10 ára þ.e. taka við rekstrinum. Húsnefnd tekur ekki afstöðu að svo komnu máli en bendir á að ef ætti að leigja reksturinn út þá væri skynsamlegra að auglýsa eftir tilboðum. Þá var einnig rætt um að skýra þyrfti hvernig væri með lóðina og íþróttavöllinn fylgdi það með?
5. Rætt um frágang lóðar umhverfis húsið, nauðsynlegt er að fara að huga að frágangi framan við inngang og þá einnig huga að víðtækara umhverfi og hönnun á umhverfinu en fram kom að til er hugmynd um frágang umhverfisins að einhverju leyti, einnig hvort ekki sé tími til kominn að fjarlægja gáma sem staðsettir eru bak við húsið byggja frekar ódýra geymslu við húsið til að geta nýtt sem geymslu fyrir húsmuni þar sem betur færi um þá.
Fleira ekki bókað og fundi slitið kl.22:15
Guðmundur Davíðsson
Jón Ingi Magnússon
Hermann Ingi Ingólfsson