Húseignanefnd Félagsgarðs
Fimmtudaginn 6. nóvember er haldinn fundur í Húseignanefnd Kjósarhrepps í Ásgarði.
Mæting: Sigurbjörn Hjaltason, G.Oddur Víðisson og Sigríður Aðalheiður Lárusdóttir
Sigurbjörn lagði fram áætlun um endurbætur á neðri hæð Ásgarðs með það að markmiði að flytja alla starfsemi Kjósarhrepps á neðri hæð hússins. Ekki er gert ráð fyrir breyttri herbergisskipan. Hafin er vinna við endurnýjun pípulaga í húsinu, Búið er að smíða nýja glugga í allt húsið og eru þeir tilbúnir.
Nánar um framkvæmdina og nýting húsnæðisins
Utanhús:
Skipta um glugga á austurgafli og neðrihæð.
Skólastofurnartvær verða notaðar undir funda-og samkomuaðstöðu. Bókasafninu verður komið fyrir í minni stofunni í opnu rými og þar verði haldnir minni fundir á vegum sveitarfélagsins s.s. hreppsnefndarfundir og nefndarfundir. Stærri stofan verður notuð undir stærri samkomur og til tómstunda líkt og verið hefur á efrihæð hússins, svo sem Kvennasmiðju, samveru eldri íbúa og foreldra ungbarna. Stofurnar verða lagðar parketi og hitalögn komið fyrir í gólfi.
Anddyriverður óbreytt en gert verður við núverandi útidyr. Snyrtiaðstaða verður viðhaldið.
Á gangiverða 4 skrifstofuherbergi; fyrir oddvita, bókhald, byggingarfulltrúa og eitt óráðstafað sem getur nýtist sem starfsaðstaða fyrir nefndir og þar geta nefndir og félög í sveitarfélaginu fengið aðstöðu til að geyma gögn viðkomandi félags í læstum skápum. Á skrifstofu byggingarfulltrúa verða skjöl hreppsins geymd.
Hitalagnir verða undir parketi sem lagt verður þrepalaust fram á gang og inn í borðstofu.
Gera þarf ráð fyrir lagnakerfi á þessu svæði fyrir síma, tölvur og rafmagn.
Gert er ráð fyrir að koma fyrir símkerfi og miðlægu tölvukerfi á skrifstofugangi
Borðstofaverður sameiginlegt svæði þar sem aðstaða verður til að nærast.
Eldhús verður endurnýjað og tækjabúnaður verður miðaður við heimiliseldhús en að hægt verði að útbúa mat fyrir allt að 30 manns Gufuofn, vaskar og uppþvottavél verða notuð áfram, en getur þurft að kaupa frístandandi helluborð verði það hagkvæmara en að byggja undir gömlu samstæðuna.
Búrverður notað sem geymsla og áhaldahús. Sama á við um kyndiklefa.
Samkvæmt ofangreindri áætlun nemur kostnaður samtals Kr. 19.400.000
Á fjárhagsáætlun fyrir árið 2008 er gert ráð fyrir að varið verði kr. 16.000.000 til viðhalds Ásgarðs. Auk þess eru ónýttar tryggingarbætur frá 2007 Kr. 3.000.000 eða samtals til ráðstöfunar 19 m.kr.
Sundurliðuð kostnaðaráætlun er eftirfarandi:
Utanhús:
Skipta um glugga á austurgafli og neðrihæð.
Gluggar Kr. 2.900.000 ( Gluggar í allt húsið)
Gler: Kr.1.500.000
Ísetning Kr. 1.500.000
Samtals utanhús: Kr. 5.900.000
Neðri hæð:
Pípulögn Kr.3.500.000
Hitalagnir verða lagðar í gólf á neðri hæð,að undanskyldu anddyri og baðherbergi. Endurnýjaðar verða lagir fyrir ofna á efri hæð og stofnlagnir á háalofti.
Neysluvatnslagnir verða endurnýjaðar að stóru leyti
Málning Kr. 2.000.000
Vinna þar alla hæðina undir málningu; hreinsa lím undan hljóðeinangrunarplötum, gera við í kringum glugga og sparsla þar sem með þarf.
Gólfefni Kr.2.000.000
Stofur verða parketlagðar, jafnframt herbergi á gangi, gangur og borðstofa. Eldhús flísalagt.
Rafmagn Kr.1.500.000
Endurnýja þarf nokkuð af loftljósum og leggja lagnir fyrir tölvur, rafmagn og síma.
Hurðir Kr.1.000.000
Endurnýja hurðir á neðri hæð.
Eldhús Kr.1.500.000
Ný eldhúsinnrétting
Ófyrirséður kostnaður Kr.2.000.000
GOV benti á að jafnvel mætti hagræða við framkvæmdir. Það mætti kíkja á að setja önnur gólfefni á jarðhæð, s.s. dúk. Eins mætti athuga hvort halda ætti sig við núverandi hitakerfi, þ.e. utanáliggjandi lagnir og ofna í stað hita í gólfi undir parketi.
Eins mætti halda núverandi loftaplötum í rýmum á jarðhæð til að halda þeim hljóðgæðum sem fyrir hendi eru.
Fundi slitið kl. 18.50