Fara í efni

Fræðslu- og menningarmálanefnd

166. fundur 26. apríl 2007 kl. 22:06 - 22:06 Eldri-fundur

 

9.fundur Menningar-fræðslu og félagsmálanefndar haldinn í Kjarna Mosfellsbæ þ. 26.04.2007 kl.13.00

 

Mættir eru: Aðalheiður Birna Einarsdóttir, Steinunn Hilmarsdóttir, Unnur V.Ingólfsdóttir forstöðumaður fjölskyldusviðs Mosfellsbæjar og Ragna Björg Guðbrandsdóttir yfirmaður fjöldskyldudeildar í Mosfellsbæ.

 

 

 

Rætt var um samning vegna félagsmála milli Kjósarhrepps og Mosfellsbæjar og hvernig staðið verður að honum. Farið nánar í hvernig þjónustu verði háttað og verklag. Samþykkt að Unnur undirbúi drög að samningi, og farið verður yfir þær reglur sem til eru og gerð drög að nýjum í þeim málaflokkum sem þurfa þykir.

Unnur sagði vinnu vera farna í gang til að greina þörf fyrir fjölda hjúkrunarrýma á þjónustusvæðinu og vonandi verður tekið tillit til þeirrar niðurstöðu áður en hafist verður handa við byggingu nýs hjúkrunarheimilis. Ljóst er að 20 rými anna ekki þörfinni eins og staðan er í dag.

 

 

 

Fundi slitið kl.13.45

 

Fundargerð ritaði Steinunn Hilmarsdóttir.