Fræðslu- og menningarmálanefnd
7.fundur Menningar-fræðslu og félagsmálanefndar haldinn í Ásgarði þann 28.03.2007 kl.16.00
Mættir eru: Sigurbjörg Ólafsdóttir, Aðalheiður Birna Einarsdóttir og
Steinunn Hilmarsdóttir.
- Ólafur Helgi Ólafsson mætir fyrir hönd Búnaðarfélags Kjósarhrepps. Rætt var um hvernig nefndin geti stutt við starfsemi Búnaðarfélagsins. Ólafur sagði það helst liggja á félaginu að aðstöðu vanti undir tækin. Gott væri að komið væri upp áhaldaskemmu fyrir hreppinn og Búnaðarfélagið hefði aðgang að.
- Reglur um heimagreiðslu vegna ungbarna samþykktar.
- Rætt var um Kjósardag, lagt fram bréf til Kaupþings, drög að auglýsingu.
- Reglur um heimaþjónustu og fjárhagsaðstoð eru í endurskoðun.
- Fjallað var um slæma stöðu í Klébergsskóla. Ekki er búið að ráða skóla-stjóra en fyrrum skólastjóri lét af störfum í marsmánuði. Á meðan sinnir aðstoðarskólastjóri störfum hans. Nefndin telur það verulegt áhyggjuefni hversu ör starfsmannavelta er í Klébergsskóla og óskar eftir að þeim skilaboðum verði komið áfram til Menntasviðs Reykjavíkurborgar.
Fundi slitið kl. 17.50
Fundargerð ritaði Steinunn Hilmarsdóttir
Sigurbjörg Ólafsdóttir
Aðalheiður Birna Einarsdóttir
Steinunn Hilmarsdóttir