Fræðslu- og menningarmálanefnd
5. fundur Menningar-fræðslu og félagsmálanefndar
haldinn í Ásgarði þann 31. janúar 2007 kl.11.00
Mættir eru: Sigurbjörg Ólafsdóttir, Aðalheiður Birna Einarsdóttir og Steinunn Hilmarsdóttir.
1. Farið yfir stöðu mála aldraðra og nefndin ákveður að lögð verði þung áhersla á að fylgja vel eftir samstarfi við Mosfellsbæ í uppbyggingu hjúkrunar- og dvalarrýma fyrir aldraða.
2. Birna kynnir námskeið fyrir kjörna fulltrúa í félagsmálanefndum sveitarfélaga. Ákveðið var að nefndarmenn taki þátt í námskeiði í Rvk. Þ. 15.03.2007
3. Lagt fram til kynningar endurskoðaðar reglur vegna námsstyrkja til framhalds-
skólanema.
4. Ákveðið var að gera tilraun í febrúar og mars að auglýsa saman opnun bókasafns og Kvennasmiðju annað hvort miðvikudagskvöld. Þá verður bókasafn einnig opið á sama tíma og skrifstofa hreppsins á miðvikudögum.
5. Rætt um jólamarkað. Að mati nefndarmanna tókst vel til með framtakið og nefndin telur það jákvætt framlag fyrir menningarlíf í sveitinni. Stefnt er að því að haldinn verði jólamarkaður í desember á þessu ári heila helgi og öllum áhugasömum gefist kostur á að koma að því verkefni. Stefnt er því að markaðurinn verði haldinn í Félagsgarði.
6. Rætt um Kjósardag- Opinn dag í Kjósinni. Á bak við hugmyndina um opinn dag í Kjósinni er það að öllum íbúum hreppsins sé gefinn kostur á að opna sína staði og kynna fyrir gestum og gangandi.
7. Rætt var um starf félaga í sveitinni og hvernig nefndin getur hlúð að starfsemi þeirra.
Fundi slitið kl. 13.40
Fundarritari var Steinunn Hilmarsdóttir.