Fara í efni

Fræðslu- og menningarmálanefnd

140. fundur 28. febrúar 2007 kl. 13:31 - 13:31 Eldri-fundur

6.fundur Menningar-fræðslu og félagsmálanefndar

haldinn í Ásgarði þann 28.02.2007

 

Mættir eru: Aðalheiður Birna Einarsdóttir, Steinunn Hilmarsdóttir og Sigurbjörg Ólafsdóttir.

 

1.     Nefndin samþykkir reglur vegna námsstyrkja fyrir árið 2007. Tillaga nefndarinnar að lagt verði til að námsstyrkir fyrir árið 2007 verði kr. 18.000 á hvora önn enda rúmast sú upphæð innan fjárhagsáætlunar miðað við fjölda þeirra sem rétt eiga á námsstyrkjum samkvæmt íbúaskrá 1.des 2006. Styrkirnir verði síðan teknir til endurskoðunar við næstu fjárhagsáætlunargerð eins og reglur gera ráð fyrir.

2.     Lögð fram drög að bréfi frá Oddvita til Atla Steins Árnasonar forstöðumanns frístundarmiðstöðvar Gufunesbæjar þar sem kemur fram vilji hreppsnefndar Kjósarhrepps til að gerast formlegur aðili að starfseminni í Flókin og Kátakoti. Nefndin samþykkir að vinna áfram að þessum málum.

3.     Lagt fram bréf frá Unni V.Ingólfsdóttur forstöðumanni fjölskyldusviðs Mosfellsbæjar þar sem fram kemur vilji Mosfellsbæjar til að ganga til samninga við Kjósarhrepp um samvinnu á sviði félagsmála. Grunnurinn á nýjum samningi verði byggður á eldri samningi þeirra á milli frá árinu 2003 en nýjar áherslur á aðgengi að þjónustunni.

4.     Lögð fram drög um reglur um heimagreiðslur.

5.     Dóra Ruf formaður kvenfélags Kjósarhrepps mætir á fundinn. Rætt um að hreppurinn ætli áfram að bjóða kvenfélaginu upp á húsnæðisaðstöðu en til stendur að útbúið verði herbergi í Ásgarði á neðri hæð hússins fyrir félögin í sveitinni. Dóra óskar eftir að aðgengi verði að læstum skápum einn fyrir hvert félag. Hreppurinn getur boðið upp á að auglýsingar frá kvenfélaginu eigi greiðan aðgang á netsíðu hreppsins. Rætt um jólamarkað og hvort kvenfélagið hefði áhuga á að sjá um veitingar en markaðurinn er áætlaður helgina 8. og 9.desember í ár. Dóra ræddi um fjölskyldudag eða gróðurdag sem kvenfélagið ætlar að standa fyrir í maimánuði næstkomandi. Rætt um hvar hentugast verði að gróðursetja plöntur. Þá kynnti Dóra fyrir nefndinni vorfagnað sem kvenfélagið stefnir á að haldinn verði í Félagsgarði þann 20.apríl næstkomandi. Farið var yfir störf kvenfélagsins og hvernig hreppurinn geti stutt við og styrkt starfsemi kvenfélagsins.

 

Fundi slitið kl. 11.43

Fundargerð ritaði Steinunn Hilmarsdóttir