Fræðslu- og menningarmálanefnd
3.fundur Menningar-fræðslu og félagsmálanefndar
haldinn í Kjarna Mosfellsbæ þann 13.11.2006 kl.13.00
Mættir eru: Aðalheiður Birna Einarsdóttir, Steinunn Hilmarsdóttir,
Sigurbjörg Ólafsdóttir og Unnur V.Ingólfsdóttir forstöðumaður
fjölskyldusviðs í Mosfellsbæ.
1. Opnaðar voru viðræður vegna ráðgjafasamnings félagsmála milli Kjósar-hrepps og Mosfellsbæjar. Rædd var aðkoma ráðgjafa vegna mála sem upp koma í skólanum og nær ekki yfir verksvið Skólamálayfirvalda. Ákveðið var að fyrsta skref í samningagerð vegna félagsmála verði í formi formlegrar beiðni frá Hreppsnefnd Kjósarhrepps.
2. Fjallað var um dvalarrými fyrir eldri íbúa Kjósarhrepps á vistheimilum, þjón-
ustuíbúðum og hjúkrunarheimilum. Fram kom að Eir er að byggja öryggis-
íbúðir að Hlaðhömrum og í undirbúningi er bygging hjúkrunarheimilis í Mos-
fellsbæ.
Fundi slitið kl.14.15
Fundargerð ritaði Steinunn Hilmarsdóttir